Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 138
Múlaþing
árferði og aukinn sauðfjárbúskap var rúm fyrir
umtalsverða Ijölgun. Þrátt fyrir fremur köld
ár á fjórða áratugnum endurbyggðu Vopnfirð-
ingar gömul býli og reistu ný. Hvenær hægt
er að tala um að landið hafi verið fullsetið,
við þær búskaparaðferðir sem tíðkuðust, skal
hér látið ósagt en ljóst að mjög þrengdi að
Vopnfirðingum við áföll og tímabundna innrás
nágrannanna á áttunda ártugnum. Þá gafst
fjölda fólks tækifæri á að reyna landnám í
ókunnu landi sem létti mikið á heimabyggð-
inni. Samt fýlltist fljótt í skörðin og í erfiðu
árferði reyndu menn að leita til sjávarins eftir
lífsbjörginni sem einnig gat brugðist vegna
hafíssins. Þrátt fyrir Ameríkuferðimar og oft
mjög erfitt árferði hélt sveitin þeim mann-
fjölda fram til aldarloka sem hún hafði náð
um 1850.
Hvergi á Austurlandi varð jafn mikil
fólksfjölgun þótt víða væri betri aðgangur
að sjávargagni en úr sveitum Vopnafjarðar.
Hér hafa kostmikil heiðarlöndin og vel nýtt
slægjulönd heima við bæina ráðið úrslitum
um viðkomu fénaðar og fólks.
Heimildaskrá
Endurminningar frú Gyðu Thorlacius. Frá dvöl
hennar á íslandi 1801-1815. ísafoldarprent-
smiðja, Reykjavík 1947.
Gunnar Sigmarsson og Sigurjón Friðriksson. Saga
Bunaðarfélags Vopnafjarðar. Búnaðarfélag
Vopnafjarðar 1995.
Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Island. Hag-
stofaíslands 1997.
Halldór Stefánsson. „Þættir úr sögu Austurlands á
19. öld.“ Austurland. Safn austfirzkra fræða.
Norðri, 1952.
Hannes Finnsson. Mannfækkun af hallærum.
Almenna bókafélagið, Reykjavík 1970.
Haraldur Guðmundsson frá Firði. Snjóflóðið á
Seyðisfirði 18. febrúar 1885. Oprentuð frásögn
í eigu G. Beck.
Játvarður Jökull Júlíusson. Sagan afSigríði stór-
ráðu. V íkurútgáfan 1985.
Júníus H. Kristinsson. Vesturfaraskrá 1870-1914.
Sagnfræðistofnun Háskóla Islands, Reykjavík
1983.
Kristján Jónsson. Ljóðmæli. Þriðja útg. aukin. Jón
Olafsson og Jóhann Jóhannesson, Reykjavík
1911.
Manntal á Islandi 1801. Norður- og Austuramt.
Ættfræðifélagið, Reykjavík 1980.
Manntal á Islandi 1816. I. hefti. Ættffæðifélagið,
Akureyri 1947.
Manntal á íslandi 1835,1860,1880,1890 og 1901.
Manntal á Islandi 1845. Norður- og Austuramt.
Ættfræðifélagið 1985.
Skýrslur um landshagi á Islai'idi I og II. Hið
íslenzka bókmenntafélag, Kaupmannahöfn
1858 og 1856.
SveinnNíelsson. Prestatal ogprófasta áIslandi. 2.
útg. Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík
1949.
Sveitir ogjarðir í Múlaþingi I-V. Búnaðarsamband
Austurlands 1974-1995.
Veðráttan 1992. Arsyfirlit samið á Veðurstofunni.
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Saga Islendinga í
Vesturheimi II. Þjóðræknisfélag Islendinga í
Vesturheimi, Winnipeg 1943.
136