Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 60
Múlaþing
Séð yflr höfnina á Djúpavogi um 1980. Ljósmynd: Ingimar Sveinsson.
baki poka fullan af bútungi. Bútungur var
smáþorskur, sem hafði legið í salti um tíma.
Hann smakkaðist betur en flestir aðrir fiskar.
Þórður gekk við langan staf og hafði kask-
eiti (pansara) með gljáskyggni á höfði. Leik-
félagar mínir, einkum þeir yngri, fengu þá
hugmynd að hann væri lögregluþjónn. Það
gerði kaskeitið. Af honum hlaut því að stafa
nokkur hætta fyrir tjörmikla stráka. Þórður ól
nokkuð á þessum orðrómi með leikrænum til-
burðum. En við nánari kynni reyndist Þórður
hinn ljúfasti og skemmtilegasti maður og má
segja að margir hafi haft á honum matarást.
Þá má ég ekki gleyma nágrönnum okkar
í Urðarteigi. Oft barst frá þeim hnísukjöt og
spik, ef ferð féll yfír Hálsana. Það er fyrst og
fremst þeim að þakka hve vel mér smakkaðist
grind og grindaspik þegar ég kynntist Færey-
ingum.
Ég hef lengi munað eftir vormorgni einum,
seint í maímánuði, við feðgar á Hálsi vorum á
morgungöngu, sennilega að líta eftir lambfé.
Þá er allt í einu kominn fallegur trillubátur
upp að litla tanganum, inn og upp af Hjá-
leiguhólmanum. Þar var á ferð Alfreð Gústafs-
son frá Lögbergi á Djúpavogi á nýjum bát
,sem hét Sporður. Með honum voru tveir
menn, en ég hef gleymt hverjir það voru.
Eitthvað höfðu þeir krakað upp af skel, en nú
fór að flæðandi sjór og ekki hægt að skelja
meira í bili.
Alfreð bauð til veislu í lúkamum í nýja
bátnum, bar fram dísætt svart kaffi og kringlur
kryddaðar með kúmeni. Enn er í huga mér
minningin um þetta góða kaffi og þessar
gómsætu kringlur, eitt besta hnossgæti sem
ég smakkaði á þeim ámm. Þetta var á þeim
ámm, þegar ekki var ætlast til þess að böm og
unglingar innbyrtu öll þau ókjör af sykmðum
vömm sem nú tíðkast. Sennilega hef ég líka
verið búinn að hlaupa af mér þá fitu, sem
þarna kynni að hafa safnast fyrir, um það
leyti sem ær og lömb vom komin upp á fjallið
þetta vorið.
Læt ég hér með lokið þessari stuttu frásögn
af skeljamönnum í Hamarsfírði.
58