Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 112
Múlaþing
Þeir sem Stefán hljóðritaði í Breiðdalnum voru: Anna Jónsdóttir Hóli í Breiðdal, 2 færslur;
Gísli Stefánsson Jórvík í Breiðdal, 2 færslur; Guðný Jónasdóttir Þorvaldsstöðum, 4 færslur;
Jón Björgólfsson frá Þorvaldsstöðum, 3 færslur; Kristín Helga Þórarinsdóttir, 31 færsla;
Sigurjón Jónsson Snæhvammi, 2 færslur og Þorbjörg R. Pálsdóttir Gilsá, 1 færsla.
Árið 1957 hljóðritaði svo Stefán á Smyrlabjörgum í Suðursveit Helga Einarsson frá
Melrakkanesi í Suður Múlasýslu, alls 18 færslur.
Ef við lítum á aldur þeirra sem Stefán hljóðritaði í Breiðdalnum árið 1954 þá var Kristín
Helga lang elst, fædd 1868, þannig að hún var 86 ára gömul, en hún dó 3 árum seinna. Hún á
einnig langflestar færslumar, samtals 31 færslu. Jón Björgólfsson kom næstur í aldursröðinni.
Hann var fæddur 1881 og því 73 ára, en hann dó 6 ámm seinna. Þar næst kom Þorbjörg á
Gilsá, 69 ára gömul og hún lifði í 24 ár eftir þessar hljóðritanir. Gísli í Jórvík var 67 ára og
hann lifði í 21 ár eftir hljóðritanimar. Þá kom Guðný á Þorvaldsstöðum, eiginkona Jóns.
Hún var 63 ára þegar hljóðritanimar fóru fram en hún dó aðeins 2 ámm seinna. Anna á Hóli
var 61 árs og hún lifði í 25 ár eftir hljóðritanimar. Yngstur var Sigurjón í Snæhvammi, 58
ára og hann lifði lengst, eða í 27 ár eftir að hljóðritanimar fóru fram. Helgi Einarsson frá
Melrakkanesi var fæddur 1884 og því 73 ára þegar Stefán hljóðritaði hann á Smyrlabjörgum
árið 1957 og lifði hann í 15 ár eftir það.
Eins og ég gat um áður hófust skipulagðar hljóðritanir á þjóðfræðilegu efni á vegum
Stofnunar Áma Magnússonar í Reykjavík árið 1962. Sumir af þeim sem Stefán hljóðritaði
vom þá hljóðritaðir aftur, sérstaklega af þeim Hallfreði Emi Eiríkssyni og Helgu Jóhanns-
dóttur. Sem dæmi má nefna, að af þeim 18 atriðum sem Helgi Einarsson flytur fyrir Stefán
em 11 atriði sem hann fer ekki með fyrir þau Helgu og Jón og að alls em skráðar hjá Áma-
stofnun 23 færslur á Önnu Jónsdóttur, mest sagnir, ævintýri, lýsingar og þulur, en hvomgt
þeirra atriða sem Stefán hljóðritaði voru hljóðrituð aftur.
Til eru önnur hljóðrit með Gísla Stefánssyni en önnur frásögnin sem Stefán hljóðritaði
er ekki þar með. Þorbjörg R. Pálsdóttir hefur þó verið lang vinsælust. Alls eru 258 færslur
skráðar á hana í Ámastofnun, en íyrir utan hljóðritun Dr. Stefáns var hún hljóðrituð árin
1964,1966, 1968 og 1971. Þau semekki vorahljóðrituð af öðrum söfnumm vom því Guðný
Jónsdóttir, Jón Björgólfsson, Kristín Helga Þórarinsdóttir og Sigurjón Jónsson og er það því
lang merkilegasti hluti þessara hljóðritana.
Vonandi rætist sá draumur minn, að hægt verði að gefa allt þetta
efni út á geisladisk og með textabók þannig að einnig verði hægt
að njóta ílutningsins, en ég tek hér sem dæmi kveðskap sem þau
Guðný, Jón, Sigurjón og Kristín Halla fóru með og segja má að
tengist Austurlandi.
Vel má vera að mér hafí ekki tekist að fmna frumheimildir fýrir
einhverju af því sem hér er flutt og væri ég mjög þakklátur að fá
frekari upplýsingar um það.
Philips EL3530 segulbandsupptökutœki frá 1953.
110