Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 76
Múlaþing
Úr Hrafnkelsdal, Skœnudalsá fyrir miðri mynd þar sem hún rennur í Hrafnkelu.
Ljósmynd: Skarphéðinn G. Þórisson.
Hann þreif til hennar og hélt henni þétt að
sér, og kyssti hana á munninn. En þá hætti hún
að hlæja og varð hrædd. Hún reif sig lausa og
sagði með gráthljóði: „Eg tala aldrei við þig
aftur ef þú gerir svona.“ Þá skildi hann að nú
varð að fara varlega til að glata henni ekki.
Þau heyra að faðir Sólveigar segir úti á
hlaðinu: „Jæja gamli vinur, það fer vel á með
dóttur minni og syni þínum. „Já en þetta eru
nú bara börn ennþá,“ svarar faðir hans. „Þú
manst að við ákváðum það þegar Sólveig var
skírð, að gifta börn okkar saman,“ segir faðir
Sólveigar ákveðinn. Einar heyrir föður sinn
svara: „Þú varst að tala um það, ég ætla ekki
að ákveða neitt, mér finnst að allir ættu að fá
að ráða giftingu sinni sjálfír.“
Það gætir þykkju í rómnum þegar faðir
Sólveigar segir. „Hefur þú skipt um skoðun,
ertu kannski hættur við allt saman.?“ Faðir
hans svarar rólega: „Nei ég segi eins og áður,
að ég vildi helst að böm okkar giftust, en vilji
þau annað ætla ég ekki að þvinga þau, þú færð
mig aldrei til þess.“
Faðir Sólveigar heldur áfram og vill auð-
heyrilega ná fram ákveðnari undirtektum.
„Ég ætla rétt að vona að þú munir ennþá
þegar við sómmst í fóstbræðralag. Þá varst
þú fátækur drengur á Víðihólum.“ „Mér er
samt ekki um þessa fomu siði,“ segir faðir
Einars. „Þú skálaðir þó við mig eftir heit-
strenginguna við vöggu Sólveigar, að gifta
hana syni þínum.“ „Já það er annað, ég tel
mig ekki vera bundinn af því, þó ég skáli við
þig, ekkert liggur á að ákveða þessa giftingu,“
segir faðir Einars. Þorkell er orðinn mælskur,
hann er vanari því að ráða en hlusta á úrtölur
og segir ergilegur: „Ég hélt að við hefðum
bundið þetta fastmælum, fyrir löngu, ætlaði
aðeins að árétta þetta við þig. Þegar eignir
okkar koma saman verður efnahagur þeirra
74