Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 66
Múlaþing
ljósmyndir og fá aðstoð heimamanna við að
bera kennsl á þær.
Héraðsskjalasöfnin í verkefninu settu sér
einnig það markmið að auka samstarf sín á
milli, m.a. með því að auka þekkingu á ljós-
myndagrunnum, leitarbæmi þeirra og öryggi.
Jafnframt settu söfnin sér það markmið að
miðla þekkingu sinni til annarra safna og
aðila sem stunda ljósmyndasöfnun. Þessu
hefur verið fylgt eftir með erindum á fundum
Félags héraðsskjalavarða og upplýsingagjöf
til annarra héraðsskjalasafna. Auk þess hefur
samvinna milli safnanna og nokkurra sveitar-
félaga sem að þeim standa aukið þekkingu og
skilning starfsfólks viðkomandi sveitarfélaga
á virkni ljósmyndagrunna, leit í þeim o.fl.
Skönnun ljósmynda - gæði og litgreining
I upphafi verkefnisins var ákveðið að sam-
ræma verkferla í héraðsskjalasöfnunum
þremur. Myndir eru skannaðar inn í 300
punkta upplausn í stærðinni 210 x 297 mm
(A4). Skráarformið erTiff og eru allar myndir
varðveittar á því formi. Tiff er kerfísóháð
skráarform og þjappar ekki myndum eins
og JPEG eða JPEG-2000 gera. Skjalasöfnin
fjárfestu í borðskönnum (e. flatbed scan) með
baklýsingu. I þessum skönnum er hægt að
skanna allar stærðir af fdmum, (s.s. 35 mm,
6x6 cm, 6x9 cm) og litskyggnur auk pappírs-
kópía. Nokkrar mismunandi tegundir skanna
eru notaðar við verkið en tryggt er að gæði
þeirra og skönnunin standist staðla.
Endingartími Ijósmynda ræðstafþrennu:
Varðveisluaðstæðum, meðhöndlun og sjálfu
efninu, þ.e. stöðugleika þess. Ljósmyndaefnin
skiptast í grunnefhi, ljósnæm efni, lífræn litar-
efni og bindiefni. Grunnefnið, í stærstum hluta
þeirra ljósmyndasafna sem afhent hafa verið
skjalasöfnunum, er úr plasti (sellulósanítrati
og sellulósaasetati). Þá eru það pappírskópíur
og öll söfnin eiga einnig eitthvað af gler-
plötum. Lífræn litarefni hafa tilhneigingu
til að upplitast, jafnvel í myrkri. Litir endast
misvel og litajafnvægi raskast. Myndir verða
oft rauðleitar/bláleitar. Geymslutími filma er
um 40 ár. I söfnunum er leitast við að hægja
á þessu ferli með ýmsum ráðum. Filmur eru
varðveittar í sýrulausum umbúðum í öskjum
og við stöðugt hita- og rakastig. Við skönnun
eru fdmumar litgreindar og þá eru ryk og
önnur óhreinindi á filmunum ijarlægð. Eigin-
leg myndvinnsla er þó höfð í lágmarki við
skönnun á fdmum, þ.e. vinna í Photoshop.
Skráning Ijósmynda - rannsóknar-
og heimildavinna
Verkferlar við skráningu ljósmynda vom í
upphafi verkefnisins samræmdir með ýmsum
hætti. Haldnir vom samráðsfundir þar sem
farið var yfír hvaða upplýsingar ættu að
koma fram við skráningu og var skráningar-
viðmót samræmt eins og kostur var. Helstu
upplýsingar sem koma fram við skráningu
em: safnmark, heiti ljósmyndara, myndatexti
með upplýsingum um myndefni, fæðingar-
og dánarár (og ítampplýsingar þegar við á),
tímasetning myndar, heimildarmaður, heimild,
skrásetjari o.s.frv. Þá em settar inn upplýs-
ingar um stað, sveitarfélag og sýslu, tegund
myndarauk leitarorða. Staðlaðuratriðisorða-
listi, sem skipt er í yfír- og undirflokka, er líka
notaður. Horft er sérstaklega til leitarbæmi í
Ijósmyndasöfnunum enda mikilvægt að leit
sé bæði skilvirk og fljótleg.
Skráningu má skipta í samtal við íbúa
annarsvegar og rannsóknar- og heimilda-
vinnu hinsvegar. Samtal við íbúa og nálægð
skjalasafnanna við þá sem til þekkja skiptir
sköpum við skráningu ljósmyndanna. Segja
má að nálægð héraðsskjalasafnanna við
íbúana hafí gegnt lykilhlutverki og verk-
efnið hefur einnig aukið tengsl íbúanna við
söfnin — íjölgað heimsóknum og undirstrikað
samfélagslegt mikilvægi safnanna. Sú stað-
reynd að verkefnið er unnið á viðkomandi
stöðum (þ.e. skjalasöfnin taka hvert um sig
við ljósmyndum af starfssvæðum sínum og
64