Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 101
Bókmenntarannsóknir Stefáns Einarssonar
Margir skemmtilegir kaflar eru í þessu riti Stefáns frá honum sjálfum, auk þeirra sem hann
dregur fram úr ritum Þórbergs. í formála minnist hann á tvö bréf frá Þóbergi, hið fyrra Bréf til
Láru, sem honum barst til Finnlands frá Þórbergi sjálfum, þótt ekki væri það beinlínis til hans,
og það síðara var svar Þórbergs við fyrirspumum Stefáns vegna bókmenntasöguskrifanna.
Stefán segir:
Hið síðara bréfið barst mér á þakkargerðardagsmorgun 28. nóv. 1934. Þann dag, sem helgaður er
minningu hinna amerísku landnámspílagríma, hafði ég ætlað að helga á 100% ameríska vísu með
því að fara í bað. Því miður hugleiddi ég ekki þá, að næst bílum, sem í Ameríku eru eins hættulegir
lífí og limum og togarar, mótorbátar og róðrarkænur samanlagt á Islandi, eru baðker einhver sú
stórhættulegasta tilfæring, sem Ameríkumenn hafa af hyggjuviti sínu uppfundið. Þetta mátti ég nú
sanna á sjálfum mér, er ég féll á baðkersröndina og hálfdrap mig í síðubarðinu. Þá kom konan mín
með bréf frá Þórbergi Þórðarsyni, en svo illa haldinn sem ég var, þá var ekki að tala um að stöðva
hláturinn, sem brauzt innan sárra rifja og slapp loks af vörunum sem ýlfúr og kvein (bls. 6).
Eins og við á í afmælisgrein sparar Stefán ekki lofið um Þórberg. Augljóst er að auk
húmorsins kann hann vel að meta uppreisnargimi Þórbergs og sannfæringarkraft og deilir
skoðunum hans á mörgum efnum. Þó auðvitað ekki öllum, sbr. t.d. umljöllun hans um Rauðu
hœttuna, ritið sem Þórbergur birti eftir för sína til Sovétríkjanna 1935. Stefán segir:
Þrátt fyrir allt verð ég að játa, að Rauða hættan snerti mig ekki á sama hátt og Bréf til Láru og
Eldvígslan gerðu. Líklega er íslenzkri afdalamennsku minni um að kenna; ef til vill hef ég orðið
fyrir of miklum áhrifum af amerísku almenningsáliti til að geta áttað mig á mismuninum á þeirn
„rússnesku og germönsku týrönnum“ (bls. 52-3).
Þetta er mjög kurteislega orðuð áminning til eins af aðdáendum Stalíns, um að Stalín sé engu
betri en Hitler.
Stefán birti eins og fyrr var getið fjögur umfangsmikil yfirlitsrit yfir íslenska bókmenntasögu
eða þætti hennar. History oflcelandic Prose Writers 1800-1940 er að hluta til byggð á þeim
rannsóknum sem birtust í Skáldaþingi, en eðli bókanna er ólíkt, í History er að vonum miklu
meiri almenn menningar- og bókmenntasaga, miklu fleiri höfunda er getið en minna fjallað
um hvem hinna merkustu en í Skáldaþingi. í History of lcelandic Literature færði Stefán
heldur betur út, eða aftur, kvíamar, nýtt efni miðað við fyrri rit er frá landnámi til 1800. Um
miðaldaefnið hafði að vísu verið mikið skrifað, og þar var úr miklu að moða, en lítið um
tímabilið 1400-1800. Rannsóknir á bókmenntum þess tíma skildu eftir sig spor í ýmsum
tímaritsgreinum Stefáns. Aðeins Ijómm ámm seinna birtist Islensk bókmenntasaga 874-1960.
Stofninn er þýðing ensku bókmenntasögunnar með talsverðum viðbótum auk breytinga sem
miðast við annan lesendahóp en hinn alþjóðlega. Það var djarft af Stefáni, sem búið hafði svo
lengi íjarri íslandi, að láta sögu sína ná alveg til nýjasta samtíma, enda vakti sá þáttur ýmiss
konar gagnrýni, suma réttmæta, aðra af því tagi sem allar samtímabókmenntasögur fá: „Af
hverju var ég ekki með? Af hverju var ekki meira um minn eftirlætishöfund?“
Síðasta yfirlitsverk Stefáns var Austfirskskáldog rithöfundar 1964. Þar er dregið saman úr
heimildum mikið efni sem áður hafði ekki birst á prenti. Geysimargra skálda og manna sem
skáldaorð fór af er þar getið. Um marga mætti segja eins og Vilmundur Jónsson sagði í bréfi
99