Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 153
Nokkrar smásögur frá æskuárum mínum á Seyðisflrði
Hlaðan - í miðhúsinu bjó Sveinn ásamtJjölskyldu sinni. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
og jeg, því ekki var búið þar þá. Faðir minn var
úti á beikisverkstæði að smíða fiskigrindur,
en jeg ljek mjer þar og var ýmist inni á verk-
stæði eða frammi á loftinu að skríða innan um
tunnur og kassa. Þar var vanalega hálfmyrkur
því engir voru gluggar á þeim hluta hússins
nema einn eða tveir litlir gluggar á þakinu
með Ijórum rúðum. Öðruhvoru bar jeg rimla
sem hafðir voru í grindumar, inn á verkstæðið,
sem geymdar voru í einu hominu.
Nú hafði jeg verið um tíma inni á verk-
stæðinu, til að hita mjer, því mjer var orðið
kalt, því kalt var í veðri. Þar var hlýtt því
faðir minn hafði kveikt upp eld í plássi því,
sem haft var til að hita tunnumar innan þegar
þær vora smíðaðar. Það var þar til gerður ofn,
ef svo mætti að orði komast, hlaðinn upp úr
múrsteini á þrjá vegu, og opinn að framan,
með rör upp úr miðju, þar inni í gátu staðið
þrjár tunnur í einu. Jeg man það að mjer var
farið að leiðast, en faðir minn vildi ekki fara
ofan til að hleypa mjer út. En nú fór jeg fram
og ætlaði niður og vita hvort jeg gæti opnað
sjálfur.
Þegar jeg kom að uppgöngunni sem var
þar utarlega á miðloftinu, þá verður mjer litið
inn eftir loftinu inn í autt skot beint niðrundan
glugganum í þakinu. Þá sýndist mjer standa
þar stór maður á gráum fötum og vaðstíg-
vjelum, með stóran gráan barðahatt á höfðinu
og slúttu börðin dálítið niður að framan, vegna
þess var skuggi yfir andlitinu, og sá jeg því
ekki í augu honum, enda snjeri hann nokk-
umveginn hliðinni við mjer. En það sá jeg að
maðurinn var stórskorinn, með stórt nef og
stór liður á því miðju, með ferkantaða fram-
standandi höku og gult efrivararskegg. Og
vegna þess að mjer sýndist það vera Sigurður
á Strönd, maður sem lengi var verkamaður
hjá Wathne, því myndin var ekki ósvipuð
honum, þá hljóp jeg til hans og ætlaði að taka
í hendina á honum, og biðja hann að fylgja
mjer niður, en þegar jeg kom nær honum, þá
færir myndin sig á undan mjer innar í skotið,
og mjer heyrðist hann segja: „Farðu farðu,“
þvílíka mannsrödd hafði jeg aldrei heyrt
hvorki fyrr nje síðar. Þar sá jeg líka að þetta
var ekki Sigurður. Mjer flaug í hug að þetta
151