Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Side 57
Ingimar Sveinsson
Sjómenn í skeljafjöru
Einhvem tímann fyrir löngu eignaðist
ég litla bók, sem heitir: Samlokur í
sjó (Lamellibranchia), eftir Ingimar
Oskarsson náttúrufræðing. Segir þar frá
ýmsum skeljum, þar á meðal kræklingi eða
krákuskel (Mytilus edulis), stundum líka
nefnd bláskel. Þessi fallega bláa skel fínnst í
sjó allt í kringum Island í miklu magni, nema
kannski ekki við sandstrendur Suðurlands.
Mig grunar að fískurinn úr skelinni hafí
nokkuð verið notaður til matar áður íyrr, þegar
aðrar matvömr vom af skomum skammti. Þær
sögur hef ég heyrt að fyrr á árum hafí fólk
brugðið sér niður á ströndina á ijarandi sjó til
að tína skel þegar þröngt var í búi.
Heyrði ég haft eftir öldmðum manni á
Djúpavogi að margan skeljapokann hefði hann
borið heim í bæinn. Víða fínnast bláskeljar í
gömlum öskuhaugum og bæjarrústum.
Ég minnist þess að í nærri þúsund ára
gömlum rústum, sem ég tók þátt í að grafa
upp úti í Papey um 1970, fundust skelja-
hrúgur 30-50 cm undir grassverðinum. Þar
virðist hafa verið skorið úr skel til matar.
Á síðari tímum hefur skelfiskurinn fyrst
og fremst verið notaður sem beita á línuna
(lóðina), eða tískumatur í fínum veislum?
í bókinni Islenskir sjávarhœttir, eftir
Lúðvík Kristjánsson í III. bindi, bls. 416 segir:
Lóð: — Hennar er fyrst getið hér á landi 1482.
Þá á Berufjarðarkirkja 180 faðma línu með
100 önglum. Ennfremur segir að Austfirð-
ingar munu fyrst hafa kynnst lóðinni hjá
Englendingum.
IIV. bindi, sömu bókar, bls. 51 segir:
Berufjörður og Hamarsfjörður: Þangað sóttu
margir krækling. A Berufjarðarleirum var
hann tekinn á þurru (á fjörum í stórstrauma).
Einnig var mikið um að sjómenn af Fáskrúðs-
fírði og Stöðvarfirði sæktu krækling suður
i Hamarsfjörð. Kambanesröst var varasöm
vegna mikilla strauma.
Þess er einnig getið að hleðsla af kræklingi
á sexæringi hafí verið seld á 15-20 krónur.
Af þessum orðum má ráða að prestur í
Berufírði á fyrri öldum hafi verið frumkvöðull
að því hér á landi að beita línu (með skelfíski?)
leggja í sjó og veiða fisk. Skeljar í strigapokum
voru heldur viðsjárverður farmur, ef eitthvað
gaf á bátinn. Ég man þó ekki eftir verulegum
55