Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 34
Múlaþing
garðinum var ákveðið að byrja á neðsta hluta
hans og vinna sig svo upp eftir honum, eftir
því sem aðstæður leyfðu.48
Ekkert varð af endurgerð girðingarinnar
að norðanverðu um sumarið og í byrjun ársins
1988 var því enn og aftur ijallað um að hún
yrði gerð. Hellulagnir í garðinum voru ekki
heldur lagfærðar eins og stefnt var að á árinu
1987 og lagði nefndin til að gengið yrði frá
„hellulögn, u.þ.b.: 50 fm, á neðsta stalli og
steyptar tröppur er tengja I og II þrep.“ Að
öðru leyti átti frágangur í garðinum að miðast
við að húsið að Egilsbraut 13 yrði ijarlægt.
Nauðsynlegt var talið að komið yrði upp
bekkjum í garðinum ásamt ruslatunnum.
Trjáplöntur átti svo að endurnýja eftir því
sem kostur væri og mælt með því að keyptar
yrðu stærri trjáplöntur en verið hafði. Nefnd-
inni þótti einnig nauðsynlegt að ráðinn yrði
starfsmaður í garðinn til að hafa yfirumsjón
með vinnu og framkvæmdum „frá vorvinnu
til vetrarfrágangs.“49 Ekki er vitað hvort
þessar framkvæmdir hafi verið gerðar, því
fleiri fundargerðir hafa ekki fundist. En ljóst
er af lestri þeirra að bæjaryfirvöld hafa lítið
komið til móts við vilja nefndarinnar.
Ólíklegt verður að teljast að bæjaryfirvöld
hafi meðvitað hundsað skrúðgarðsnefndina.
Sennilega voru önnur brýnni og mikilvæg-
ari mál á borði þeirra en frekari rannsókna
er þörf til að komast að því. Bæjaryfirvöld
hafa þó talið skrúðgarðinn vera mikilvægan
fyrir bæinn því að í aðalskipulagi Neskaup-
staðar 1979-1999 var skrúðgarðurinn skýrt
afmarkaður og í greinargerð skipulagsins stóð
að garðurinn hefði sérstöðu í kaupstaðnum:
48 Hskj. Austf. Fundargerðir Skrúðgarðsnefndar Neskaupstaðar.
1986-1988. 24. júní 1987.
49 Hskj. Austf. Fundargerðir Skrúðgarðsnefndar Neskaupstaðar.
1986-1988. 27. jan. 1988.
Hann hefur verið í ræktun frá því um 1936
og var stækkaður um helming 1979. Hæstu
trén eru nú um 6 m. Skrúðgarðurinn ermikið
notaður við útiskemmtanir, svo sem sjó-
mannadag, 17. júní, auk þess sem unglingar
nota hann til útileikja. Leikvöllur með leik-
tækjum er staðsettur um miðbik garðsins,
sunnan vert. Slíkt útivistarsvæði í miðbænum
er afar mikilvægt og verður stefnt að því að
garðurinn verði hvergi skertur, gróður verður
að efla og viðhalda og reynt verður að auka
notagildi garðsins fyrir ýmsar uppákomur
og útivist.50
í núgildandi aðalskipulagi Fjarðarbyggðar
2007-2027 er skrúðgarðurinn og sundlaugar-
svæðið merkt 02.1 greinagerð þess segir að
„á svæðinu er gert ráð fyrir útivistarsvæði
með sundlaug og skrúðgarði. Garðurinn verði
varðveittur og unnið áfram að fegrun hans.“51
I áranna rás hafa verið teknar sneiðar af
neðstu grasflöt garðsins. Arið 1958 var byggt
við símstöðvarhúsið inní hluta hans og þá var
safnaðarheimili kirkjunnar byggt í suðaustur-
horni garðsins árið 1980.52 Þrjú minnismerki
eru í garðinum. Hið stærsta þeirra er til minn-
ingar um þá sem fórust í snjóflóðunum í Nes-
kaupstað þann 20. desember 1974. Það er gert
úr þriggja metra hárri og svartri marmara súlu
og á henni er listaverk eftir Tryggva Ólafs-
son myndlistarmann. Verkalýðsfélag Norð-
fírðinga gaf minnisvarðann sem stendur efst í
garðinum og var afhjúpaðaður þann 15. sept-
ember 1990.53 Þá er minnisvarði um Ingvar
Pálmason alþingismann frá Ekru í Norðfirði,
sem stendur í gamla kirkjugarðinum. Þriðji
50 Aðalskipulag Neskaupstaðar 1979-1999. Neskaupstaður 1981,
bls. 82.
51 Aðalskipulag Fjarðarbyggðar 2007-2027. Reyðaríjörður 2009,
bls. 91.
52 Eyþór Þórðarson, „Skrúðgarður Neskaupstaðar (saga og gerð).“
Garðyrkjuritið 1984. Reykjavík 1984, bls. 139.
53 Morgunblaðið. 19. sept. 1990, bls. 21.
32
j