Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Síða 34

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Síða 34
Múlaþing garðinum var ákveðið að byrja á neðsta hluta hans og vinna sig svo upp eftir honum, eftir því sem aðstæður leyfðu.48 Ekkert varð af endurgerð girðingarinnar að norðanverðu um sumarið og í byrjun ársins 1988 var því enn og aftur ijallað um að hún yrði gerð. Hellulagnir í garðinum voru ekki heldur lagfærðar eins og stefnt var að á árinu 1987 og lagði nefndin til að gengið yrði frá „hellulögn, u.þ.b.: 50 fm, á neðsta stalli og steyptar tröppur er tengja I og II þrep.“ Að öðru leyti átti frágangur í garðinum að miðast við að húsið að Egilsbraut 13 yrði ijarlægt. Nauðsynlegt var talið að komið yrði upp bekkjum í garðinum ásamt ruslatunnum. Trjáplöntur átti svo að endurnýja eftir því sem kostur væri og mælt með því að keyptar yrðu stærri trjáplöntur en verið hafði. Nefnd- inni þótti einnig nauðsynlegt að ráðinn yrði starfsmaður í garðinn til að hafa yfirumsjón með vinnu og framkvæmdum „frá vorvinnu til vetrarfrágangs.“49 Ekki er vitað hvort þessar framkvæmdir hafi verið gerðar, því fleiri fundargerðir hafa ekki fundist. En ljóst er af lestri þeirra að bæjaryfirvöld hafa lítið komið til móts við vilja nefndarinnar. Ólíklegt verður að teljast að bæjaryfirvöld hafi meðvitað hundsað skrúðgarðsnefndina. Sennilega voru önnur brýnni og mikilvæg- ari mál á borði þeirra en frekari rannsókna er þörf til að komast að því. Bæjaryfirvöld hafa þó talið skrúðgarðinn vera mikilvægan fyrir bæinn því að í aðalskipulagi Neskaup- staðar 1979-1999 var skrúðgarðurinn skýrt afmarkaður og í greinargerð skipulagsins stóð að garðurinn hefði sérstöðu í kaupstaðnum: 48 Hskj. Austf. Fundargerðir Skrúðgarðsnefndar Neskaupstaðar. 1986-1988. 24. júní 1987. 49 Hskj. Austf. Fundargerðir Skrúðgarðsnefndar Neskaupstaðar. 1986-1988. 27. jan. 1988. Hann hefur verið í ræktun frá því um 1936 og var stækkaður um helming 1979. Hæstu trén eru nú um 6 m. Skrúðgarðurinn ermikið notaður við útiskemmtanir, svo sem sjó- mannadag, 17. júní, auk þess sem unglingar nota hann til útileikja. Leikvöllur með leik- tækjum er staðsettur um miðbik garðsins, sunnan vert. Slíkt útivistarsvæði í miðbænum er afar mikilvægt og verður stefnt að því að garðurinn verði hvergi skertur, gróður verður að efla og viðhalda og reynt verður að auka notagildi garðsins fyrir ýmsar uppákomur og útivist.50 í núgildandi aðalskipulagi Fjarðarbyggðar 2007-2027 er skrúðgarðurinn og sundlaugar- svæðið merkt 02.1 greinagerð þess segir að „á svæðinu er gert ráð fyrir útivistarsvæði með sundlaug og skrúðgarði. Garðurinn verði varðveittur og unnið áfram að fegrun hans.“51 I áranna rás hafa verið teknar sneiðar af neðstu grasflöt garðsins. Arið 1958 var byggt við símstöðvarhúsið inní hluta hans og þá var safnaðarheimili kirkjunnar byggt í suðaustur- horni garðsins árið 1980.52 Þrjú minnismerki eru í garðinum. Hið stærsta þeirra er til minn- ingar um þá sem fórust í snjóflóðunum í Nes- kaupstað þann 20. desember 1974. Það er gert úr þriggja metra hárri og svartri marmara súlu og á henni er listaverk eftir Tryggva Ólafs- son myndlistarmann. Verkalýðsfélag Norð- fírðinga gaf minnisvarðann sem stendur efst í garðinum og var afhjúpaðaður þann 15. sept- ember 1990.53 Þá er minnisvarði um Ingvar Pálmason alþingismann frá Ekru í Norðfirði, sem stendur í gamla kirkjugarðinum. Þriðji 50 Aðalskipulag Neskaupstaðar 1979-1999. Neskaupstaður 1981, bls. 82. 51 Aðalskipulag Fjarðarbyggðar 2007-2027. Reyðaríjörður 2009, bls. 91. 52 Eyþór Þórðarson, „Skrúðgarður Neskaupstaðar (saga og gerð).“ Garðyrkjuritið 1984. Reykjavík 1984, bls. 139. 53 Morgunblaðið. 19. sept. 1990, bls. 21. 32 j
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.