Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 80
Múlaþing
að drepa mig?“ „Ég sé að þú vilt það ekki,
við getum samið, ég segi ekki frá ykkur og þú
lofar mér að fara. Þá ertu laus við að fremja
rnorð sem þú hefur ekkert gagn af.“ Einar
hlustar, þetta er satt, hann hefur aldrei viljað
drepa neinn, samt kemur hann sér hjá því
að taka ákvörðun sjálfur og segir við félaga
sína.:„Eigum við að lofa honum að fara?“
Karlinn öskrar: „Ertu orðinn vitlaus, ætlarðu
að hætta við á síðustu stundu, ertu svo mikill
aumingi að vilja sleppa honum til þess að láta
hann koma okkur öllum í snöruna.“ Einar sér
að hann verður að halda áfram, en Gunnlaugi
tekst að snúa hnífnum frá sér og hann rekst
á kaf í hægri handlegg Einars fyrir framan
olnbogann. Einar hikar andartak, blóðið fossar
úr djúpum skurðinum. Gunnlaugur sleppur frá
honum, en þá er aðstoðarmaðurinn kominn,
manndráparinn af Suðurlandi nær Gunnlaugi.
Einar er trylltur af sársauka, þeir ráðast
báðir á hann með hnífana, stinga og skera í
vitfírringu. Æðið rennur snögglega af Einari,
hann skipar aðstoðarmanninum að hætta,
ofbýður grimmd hans að vilja kvelja sem
lengst. Hann flýtir sér að binda enda á líf
Gunnlaugs, ekkert betra er hægt að gera héðan
af. Einar reikar til og kastar upp, en núna er
of seint að iðrast, því ekki verður aftur snúið.
Hann skipar þeim að útmá öll för eftir
þá, því snjónum hafði mullað niður um tíma.
Rauðhærði strákurinn, bindur kringlótta tré-
hlemma á lappimar og traðkar yfír öll spor.
Svo ganga þeir af stað, aðstoðarmaðurinn
leiðir Einar, hann er mjög máttfarinn því blóð
dreyrir úr handlegg hans og litar snjóinn.
Rauðhærði strákurinn hengir á sig slóða og
gengur á eftir þeim og trampar niður sporin
með tréhlemmunum.
Einar segir: „Við verðum að fara beint
á brekkuna, upp Urðarteigsijall, þá verður
slóðin síður rakin.“ Þetta er hræðilega erfíð
ganga en einhvern veginn tekst þeim að
komast upp undir klettana og ganga fast neðan
við þá inneftir. Þegar upp á heiðina kemur
styðja þeir Einar á milli sín, en láta slóðann
hanga á herðunum og sópa snjónum yfír
sporin. Að lokum komast þeir heim, óséðir í
myrkrinu. Einar man óljóst eftir því að hann
var kominn heim, eftir þessa endalausu göngu.
Þetta hræðilega sem hann hafði gert, var af
staðið. Þeir félagar hans studdu hann inn í
bæinn, og lögðu hann upp í rúmið. Svo hurfu
þeir hvor á sinn bæ, sá rauðhærði var vinnu-
rnaður í Geitagerði en Sunnlendingurinn, sem
sagðist hafa komið hingað að norðan, var
þessa stundina vinnumaður á Valþjófsstað.
Móðir Einars vakti yfír honum og gerði að
sárum hans, hún spurði einskis, reyndi aðeins
halda í honum lífínu. Hann var veikur það
sem eftir var vetrar, því sárið á handleggnum
hafðist illa við í fyrstu og svo var hann lengi
mjög máttfarinn af blóðmissi.
Móðir hans gætti þess að aldrei kæmi
neinn inn til hans, en sagði aðeins að hann
væri veikur. Með vorinu kom heilsan, góða
veðrið úti gaf honum líkamlegt þrek. Hann
hresstist ótrúlega fljótt við sólskinið og
nýgræðinginn, sem færðu honum lífskraftinn
aftur, eins og töfralyf.
En samviskubitið kvaldi og sérstaklega
þegar hann var einn. Þá hvolfdust minn-
ingamar um þennan óhugnanlega glæp yfír
hann eins og martröð. Breitt og langt örið á
hægri handleggnum minnti miskunnarlaust
á Gunnlaug, hann hafði verið brennimerktur
til æfiloka en varð samt að halda áfram og
láta eins og ekkert væri. Einar vissi að hann
myndi giftast Sólveigu, faðir hennar myndi
heimta það og henni yrði sama þegar firá liði.
Einar hefur gleymt sér um stund, lambið
er löngu búið að tæma alla mjólk úr rollunni.
Hún er meira að segja hætt að stanga það. En
um leið og Einar lætur hitt lambið til hennar,
beinir hún aftur að því allri umhyggjunni, en
hrekur hitt frá sér með homunum.
Það flýgur gegnum huga hans, ef Gunn-
laugur birtist hér myndi Sólveig ekki vilja sjá
neitt annað. Hann andvarpar og sest niður,
78