Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 119

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 119
Nokkrir skemmtilegir þættir úr lífi Stefáns Stefán og Ríkharður hittust í fyrsta sinn á íslenska bókasafninu í íþöku í Bandaríkjunum sumarið 1928. Stefán vildi ráðast í að rita hina mjög svo vanræktu íslensku bókmenntasögu 19.-20. aldar en hann treysti sér ekki til að gera kveðskapnum nógu góð skil þar sem hann væri enginn bókmenntafræðingur. Stefán spurði þá Ríkharð hvort hann vildi ekki taka að sér ljóðskáldin og Ríkharður var fús til þess. Þannig skiptu þeir með sér verkum og unnu næstu árin eftir þessu samkomulagi að íslenskri bókmenntasögu í fræðistöð Halldórs Hermanns- sonar í Iþöku. Arið 1948 kom út bók Stefáns History oflcelandic Prose Writers 1800-1940 og árið 1950 bók Ríkharðs um ljóðskáldin, History oflcelandic Poets 1800-1940. En Stefán og Ríkharður áttu fleira sameiginlegt en fæðingardag og ár - nefnilega ein- kennilegt aksturslag, eða skort á aksturshæfni. Reynsla þeirra af aðal farartæki tuttugustu aldarinnar var nefnilega heldur betur skrautleg en vandamálin ólík. Öfugt við Stefán ók Rík- harður alltof hratt og var því framendi hans bíls áþekkur afturendanum á bíl Stefáns. Sumir töldu best að Ríkharður seldi bílinn sinn og hætti akstri með öllu. Vonast hafði verið til að útafkeyrslum hans fækkaði þegar úrbætur í vegamálum urðu til þess að nýir þráðbeinir vegir voru lagðir í Norður-Dakota. Ahrifm urðu þó aðeins að Ríkharður jók hraðann og lenti af enn meiri þunga á kartöflugörðum og ökrum. Sundferðir Líkt og með aksturslagið þá vildi Stefán fá að hafa sinn háttinn á því hvar og hvenær hann kæmist í sund. Þannig var að hann taldi það ekki eftir sér að þurfa að fara yfír girðingar og annarra manna lóðir til að komast stystu leið niður á baðströnd ef þangað vildi hann komast. Sem rúsínan í pylsuenda þessarar greinar fylgir hér eilítið stytt og endursögð frásögn Haraldar Bessasonar (Bréf til Brands, 1999, bls. 85-86) um sundferð hans og Stefáns Einars- sonar í Iþöku 1958. En við svo margt lífínu, fór Stefán ótroðnar slóðir og lét ekkert aftra sér frá því að ná ætlunarverki sínu: Stefán hringdi í mig á slaginu sex, þá kominn á fætur fyrir stundu og búinn að taka upp sund- skýluna. Ég vissi að svo árla morguns væra baðstaðir við Iþöku lokaðir. Stefán kunni lausn áþeim vanda, hægt væri að finna sæmilega greiða leið milli húsa niður á ströndina við Cayuga vatnið. Mér leist afar illa á ráðagerð Stefáns, en lét mér síðar skiljast að hún hefði verið í fullu samræmi við ríkjandi lífsviðhorf hans. Stefán var, ef svo mætti að orði komast, ókvalráður maður í hvívetna. Leiðin lá meðal blómabeða, við urðum að klifra yfír grindverk og létu varð- hundar ófriðlega. Stefán hélt ró sinni, sagði „hvuttana“ meinlausa, hafði gelt þeirra að engu og fór ótrauður yfir grindverkið. Þegar út í vatnið var komið fannst mér nokkuð kalt og ákvað að halda mig á grynningum við landið. Stefán stefndi hins vegar út á dýpið á miðju vatninu, og var strax kominn óraleið frá landi. Sundlag hans var undarlegt og olli mér áhyggjum svo að ég tók að hrópa til hans vamaðarorð. „Ég flýt eins og korkur,“ kallaði Stefán þá til baka. Vora það orð að sönnu því að einhvem veginn tókst honum að halda sér á floti án áreynslu þó að venjuleg sundtök hefði hann sýnilega aldrei lært. 117
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.