Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 113
Hljóðupptökur Dr. Stefáns Einarssonar
Guðný Jónasdóttir
Líklega eru þessar vísur eftir Jón Björgólfs-
son, en hann var frá 5 ára aldri í fóstri hjá
Björgu Stígsdóttur og Sigurði Guðmundssyni
á Þorvaldsstöðum.
Oft mig langar inn í dalinn
ef ég gæti stytt þér tíð,
þar áður var ég einatt smalinn
upp um græna fjallahlíð.
Þar æsku vil ég árin kæru
inn í blíðum föðurrann.
Ó þeir tímar aftur væru
yndi' og gleði mesta fann.
Þar fékk ég þrek og þroskann mesta
þá var lundin kát og ijörg.
Atti kostinn allra besta
alltaf man ég, kæra Björg.
Ur ritinu Aldrei gleymist Austurland 1949.
Svar við heimboði
Nú eru ekki griðin gerð
gesti ferðahröðum.
Hugurinn er á hraðri ferð
heim að Þorvaldsstöðum.
Þar hef ég átt mitt yndi mest
og öslað lífsins krapa.
Þar hef ég lifað lífið best,
lært að græða'og tapa.
Margt þó reynist hvikult * hér,
hverfi á burtu skjólin,
enn er beðið eftir mér
inn við Bæjarhólinn.
Fjöllin skauta ljósum lokk,
lífsbil hríðargamma.
Vanti einhvem vettling, sokk,
verður kallað, „Mamma.“
* í upptökunni segir Guðný greinilega „svikulf ‘
Jón Björgólfsson
Ur ritinu Aldrei gleymist Austurland 1949.
Eftir niðurjöfnun útsvars 1948
Ekki' er húðin á mér hvít
ennþá sit ég hér með völd.
Yfir þrjátíu ára skít
af mér þvæ ég varla' í kvöld.
Til konu minnar
Ef mér kólnar eitthvert sinn
úti' í éli stríðu,
flýti ég mér í faðminn þinn
fínn þar yl og blíðu.
Ótraust undirstaða
I bamaskólabyggingar,
byggðar út um sveitirnar,
á hátindum heimskunnar
hvíla flestar stoðirnar.
Ef skóla' að byggja' í skýjunum,
skyldi takast prestunum,
hrökklast ég úr heiminum,
til himnaríkis einfömm.
Á kjördag 1942
Níðingsverk það nefnist rétt.
neita má því eigi,
bolöxi að bændastétt
bera á þessum degi.
Eftir ræðuhöld
Berin reyndust bragðill, súr,
burt ég fyrtur vendi.
Tíkall seldist túðrið úr
túlanum á Gvendi.
Beðið milli bæja eftir ráðunaut
og fylgdarliði
Þér hafið tekið það með ró,
þörf var í fóður að stauta.
Brá ég mér því í berjamó
og beið þar góðra nauta.
111