Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Side 144
Múlaþing
Dýravinurinn Svava. Eigandi myndar Ljósmyndasafn
Austurlands.
niður talsvert framhald af sögunni, en efltir lát
hennar fannst það hvergi og hefur ekki komið
í leitimar þó talsvert hafi verið grennslast eftir.
Hallfreður Öm Eiríksson tók upp í segul-
bandasafn sitt mikið efni í viðtölum við Svövu
og er þar að fínna margar sögur þær og þulur
sem hún skemmti bömum með.
Svava var mjög dugleg til verka enda
verkahringur hennar talsverður um það skeið
ævinnar sem hún var ráðskona föður okkar.
Það vita allir sem til þekkja hver aðstaða
var víða í sveitum á ámnum 1940 til 1955,
en þá kom nýtt hús, vatnsveita og frárennsli
og er varla hægt að gera sér í hugarlund þau
umskipti til hins betra.
Svava hugsaði vel fyrir heimilinu með
allan algengan mat, hafði þó ekki mikinn
áhuga á því, nema henni þótti gaman að
baka. Hún hélt heimili og fatnaði hreinu og
þokkalegu. Hún spann mikið og prjónaði i
höndum á heimilisfólkið, prjónaði einfaldar
flíkur, t.d. sokka í hringprjónavél sem til var
heima. Bjöm bróðir okkar sem var mjög hand-
laginn sá þó um vélprjónið að mestu. Hún
nj- _Lp
Svxmcv
í nótt fór ég yfir í Alfaland
ætlaði að fínna þig.
Auðvitað sá ég þig ekki strax
og annað heillaði mig.
Eg fór eftir gömlum, grónum stíg,
gegnum rökkvaðan skóg,
fannst eins og aldrei yrði hér
af ævintýmm nóg.
Ylfur og hvæs og úlfagól
mér austanvindurinn bar.
I rjóðrinu stóðu rauðmáluð hús
eins og Rauðhetta byggi þar.
Glerfjallið reis í austurátt,
Þar enduðu skógarins göng,
það hljómaði fagurt fíðlulag
og farandriddarinn söng.
Það gall við ósvikið ugluvæl
og einhver í steini hló.
Ég sá gengum þyma og þistlastóð
hvar Þymirós forðum bjó.
A bröttum tanga við bláa tjöm
með blómskrúði allt í kring,
sá ég hið fagra furðudýr
þann fagra Einhyming.
I brekkuhalla sat bamahjörð
brosandi, sæl og rjóð,
svo áhugasöm og upptekin
og enginn gaf frá sér hljóð.
Þau hlustuðu, störðu við hallardyr
þar sem huldukóngurinn býr,
á grænu hægindi sastu sjálf
og sagðir þeim ævintýr.
Þá vaknaði ég af væmm blund
og var þessi draumur skýr.
í lífinu sjálíu þú sómdir þér best
við sögur og ævintýr.
—, Agústa Osk Jónsdóttir j—
142