Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Síða 33
Kvenfélagsgarðurinn í Neskaupstað
í garðinum. Mikilvægt var talið að girðingin
í norðurenda garðsins yrði lagfærð. Fundar-
menn voru sammála um að vinna ekki í austari
hluta garðsins, til þess að möguleiki væri að
koma að vinnuvélum til að ganga frá lóðinni
norðan safnaðarheimilisins. Talið var æskilegt
að ráðinn yrði leiðbeinandi í garðinn sem
gæti auðveldað þeim sem þar ynnu verkin og
sagt þeim til. Þá var einnig rædd sú hugmynd
bæjarstjómar að gera tjaldsvæði á grasflöt í
vesturhluta garðsins, en bent var á að undir
túnþökunum væri nær engin jarðvegur og
hentaði því illa undir tjaldsvæði.42
Á næsta fundi nefndarinnar, þann 25. júní,
var samþykkt ákvörðun menningamefndar
Neskaupstaðar um að setja upp listaverkið
Fýkuryfir hæðir í garðinum, en menningar-
nefnd hafði keypt það nokkm fyrr.43 Styttuna
gerði Ásmundur Sveinsson og er að fmna
fleiri afsteypur af henni víða um landið. Tvær
eru a.m.k. í Reykjavík, önnur fyrir framan
Hallveigarstaði við Túngötu og hin er í
höggmyndagarði Ásmundasafns við Sigtún.
Einnig gaf Reykjavíkurborg, Isafjarðarbæ,
eina afsteypu af verkinu á 100 ára kaupstaðar-
afmæli ísafjarðar árið 1966. Hún var sett upp á
Austurvelli, sem er einn af almenningsgörðum
Isaíjarðarbæjar.44
Sumarið 1986 var Gréta Þórarinsdóttir
ráðin til að vinna hálfan daginn í tvær vikur,
við að grisja og leiðbeina stúlkunum sem
unnu í garðinum. Þá voru gróðursettar tjölærar
plöntur meðfram gagnstígum, en að öðm leyti
vora aðeins sumarblóm gróðursett, því ekki
lá fyrir áætlun um hvað skyldi gróðursetja
og framkvæma í garðinum. Nefndin lagði
áherslu á að fyrir utan hefðbundna hirðingu
42 Hskj. Austf Fundargerðir Skrúðgarsnefndar Neskaupstaðar.
1986-1988. 9. júní 1986.
43 Hskj. Austf. Fundargerðir Skrúðgarðsnefndar Neskaupstaðar.
1986-1988. 25. júní 1986.
44 Sját.d. Vísir. 26. feb. 1966, bls. 1.
garðsins, yrði unnið að því að laga girðinguna
að norðanverðu, koma upp a.m.k. tveimur
ruslatunnum og athugað hvort mögulegt væri
að setja upp fánastöng og setja upp gamla
hliðið að sunnanverðu.45
Lagfæring girðingarinnar að norðanverðu
var ekki framkvæmd um sumarið og því var
aftur lögð áhersla á að henni yrði komið í
viðunandi horf. Girðingin átti eftir að valda
miklum vandræðum og var hún oft nefnd í
fundargerðum nefndarinnar. Vegna þess hve
seint gekk að láta laga hana varð oft mikið tjón
á trjágróðri, því þar sem girðinguna vantaði
sfytti fólk sér leið í gegnum garðinn.
Á árinu 1987 var fyrirhugað að endur-
skipuleggja hellulagnir í garðinum. Stefnt var
að fullnaðarfrágangi steinhæðar og smíðaðar
yrðu tröppur á milli grasflatanna í garðinum
auk frágangs á gömlum leiðum. Nefndin lagði
áherslu á að ráðinn yrði starfsmaður til að
sjá eingöngu um skrúðgarðinn yfir sumarið.
Þá vildi hún að athugað yrði hvort ekki væri
„hægt að fá endingarbetri sláttuvélar fyrir
garðinn.“46
Á fundi sínum í apríl árið 1987 ítrekaði
nefndin enn og aftur að gert yrði við girð-
inguna í garðinum að norðan. „Greinilegt er
að skemmdarverk í garðinum hafa aukist þann
tíma, sem girðing hefur verið í lamasessi.“
Bent var á að undirstaða fyrir fánastöng væri
til staðar, það eina sem vantaði væri stöngin
sjálf. Að lokum fagnaði nefndin því að tjald-
svæði bæjarins skyldi hafa verið fundinn
annar staður en í skrúðgarðinum.47 Þetta sumar
gerði Hallbjörg Þórarinsdóttir garðyrkjukona
úttekt á garðinum að beiðni nefndarinnar.
Samkvæmt áætlun Hallbjargar um vinnu í
45 Hskj. Austf. Fundargerðir Skrúðgarðsnefndar Neskaupstaðar.
1986-1988. 25. júní 1986.
46 Hskj. Austf. Fundargerðir Skrúðgarðsnefndar Neskaupstaðar.
1986-1988. 16. des. 1986.
47 Hskj. Austf. Fundargerðir Skrúðgarðsnefndar Neskaupstaðar.
1986-1988. 28. apríl 1987.
31