Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 96
Múlaþing
Ritaskrá
Færslumar í ritaskrá Stefáns, þ.e. útgefnar
bækur og birtar greinar, eru 523 talsins og
spanna tímabilið frá 1920 til 1969. Birtar
greinar eftir hann em 208 talsins og ritdómar
eru 297. Sextán bækur gaf hann út sjálfur
en ritstýrði þremur og við eina vann hann
að hluta.
Eins og áður hefur komið fram lauk Stefán
doktorsprófí frá Oslóarháskóla árið 1927,
en ritgerð hans liét Beitrage zur Phonetik
der islándischen Sprache. Arið 1930 kom
síðan einnig út í Osló önnur bók eftir hann
um hljóðfræði í íslensku máli: A Specimen of
southern Icelandic speech. A contribution to
Icelandic phonetics. Fyrsta bókin sem Stefán
skrifar aftur á móti á íslensku var Saga Eiríks
Magnússonar sem kom út í Reykjavík árið
1933, en Eiríkur Magnússon fræðimaður og
bókavörður í Cambridge var ömmubróðir
Stefáns. Árið 1939 kom út eftir hann bókin
Þórbergur Þórðarson frœðimaður, spámaður,
skáld: fimmtugur, 1889, 12. marz 1939.
Erlendis komu svo einnig út eftir hann eftir-
taldar bækur: Icelandic Grammar Texts Gloss-
ary (Baltimore 1945), History of Icelandic
prose writers: 1800-1940 (Ithaca 1948),
Linguaphone Icelandic course I-III (London
1955), og A history of Icelandic literature
(NewYork 1957). Sennilega hefúr enginn fyrr
og síðar kynnt ísland og íslenskar bókmenntir
jafn ítarlega fyrir hinum enskumælandi heimi
og Stefán Einarsson.
Aðrar bækur Stefáns skrifaðar á íslensku
vom: Efnisskrá Eimreiðarinnar 1895-1945
(Reykjavík 1946), Skáldaþing (Reykjavík
1948), Um kerfisbundnar hljóðbreytingar í
íslensku (Reykjavík 1949) og Islenzk bók-
menntasaga 874-1960 (Reykjavík 1961).
Einnig komu út eftir hann eftirtaldar bækur
sem tengdust heimaslóðum hans og lýsa þær
vel tryggð hans við uppmna sinn: Breiðdœla.
Drög til sögu Breiðdals (Reykjavík 1948),
Austfirðir sunnan Gerpis. Arbók 1955, Aust-
firðirnorðan Gerpis. Arbók 1957, og Austfirzk
skáld og rithöfundar 1964.
Örnefnasöfnun
Stefán vann ötullega að söfnun ömefna i
Breiðdal og á Austurlandi um árabil og ljóst
er að sú vinna hans var nátengd öðmm verkum
hans svo sem Breiðdælu, ritun Arbóka Ferða-
félags íslands, og fleiru. Stefán var óþrjótandi
að hvetja aðra við söfnun ömefna, og ferð-
aðist sjálfur talsvert um Austurland til þess
að leita heimilda.
Stefán var alþýðlegur og laus við allan
lærdómshroka. Það var venja hans þegar hann
sótti fólk heim til að rita ömefnin að setjast
inn í eldhús því þar vom hlýindin og þar var
fólkið. Hann vildi ekki láta loka sig inni í
köldum stofum.
Stór hluti rannsóknanna fór þó fram með
bréfaskriftum Stefáns frá Bandaríkjunum.
Ekki voru þó allir eins uppteknir og Stefán
af þeirri hugmynd að safna þyrfti ömefnum
í Breiðdalnum. Hann fékk oft rýr eða engin
svör við bréfum sínum til fólks. Hér fylgja
nokkur brot úr bréfúm Stefáns til Sigurjóns,
en þau lýsa mjög vel tengslum Stefáns við
sveitina sína og það hversu umhugað honum
var að skrá sögu hennar, ömefni, og annan
þjóðlegan fróðleik. Einnig varpa þau vel ljósi
á að það hefur engan veginn verið einfalt að
vinna með efni og upplýsingar sem yfirleitt
vom hinum megin við heilt heimshaf. I bréfi
sem dagsett er 6. mars 1931 stendur skrifað:
Kæri vinur!
Illa þykir mér þú reynast um bréfaskriftimar
og lángleiður er ek orðin að bíða svars ffá
þér. Raunar þykist ég skilja hvar fiskur liggur
undir steini, ég mun hafa lagt alltof margar
spurningar fyrir þig í einu og óhægt að draga
saman svör við þeim öllum.
Ég hef nú skrifað Ola Guðbrandssyni og
Jóni Gunnarssyni - auk þín og beðið þá um
94