Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Síða 82

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Síða 82
Múlaþing siðum og taldi sig frekar geta ráðið gangi mála með tilstyrk þeirra. Það sem mestu réði um það, að Gunnlaugur fór í Eiríksstaði, var Sólveig. Hún vildi að þau gætu verið saman og þá hlyti pabbi hennar fyrr eða síðar að sam- þykkja ráðahaginn. Gunnlaugur þorði varla að trúa því að svo mikil hamingja ætti fyrir honum að liggja að giftast Sólveigu. En hún var ákveðin í að láta aldrei undan með það. Eitt kvöldið höfðu þau svo gengið fyrir föður hennar og beðið hann að samþykkja giftingu þeirra. Þorkell varð ógurlega reiður og skipaði þeim að nefna þetta aldrei framar, sagði að Sólveig hefði alltaf vitað hverjum hún ætti að giftast og því yrði ekki breytt. Sólveig reyndi að fara vel að föður sínum, en hann sagði að þessi gifting væri löngu ffá gengin og ekki hægt að svíkja gefin loforð. Hann vildi gera allt fyrir hana, nema þetta. Sólveig reiddist og sagði: „Aldrei var ég spurð, ég hef engu lofað, nema að giftast Gunnlaugi og það svík ég aldrei.“ Þegar þau gengu út, kallaði Þorkell til Sólveigar: „Ég ætla ekki að leyfa þér að verða föður þínum til skammar.“ Sólveig var kjarkmikil og barðist íyrir þau bæði. Hún hélt því fram að ást þeirra myndi sigra alla erfíðleika. Samt fór það svo að Sólveig var orðin hrædd um að setið væri um líf Gunnlaugs, það var eftir að maðurinn sat fyrir honum í myrkrinu við bæjarhornið. Gunnlaugur hafði dottið og orðið að taka um hnífinn með berum höndum til að forða lífinu. Hann hafði sloppið naumlega í bæinn, farið upp í baðstofu og inn til Sólveigar án þess að skeyta um vinnufólkið. Hún gerði að sárum hans, jafn óttasleginn og hann sjálfur. Þorkell bóndi hafði einhvem veginn orðið var við þetta og kom inn til þeirra. Hann virtist bálreiður yfir því að ráðist væri á vinnufólk hans og fór niður til þess að reka árásarmanninn í burtu og talaði um að hræða hann úr sveitinni. Sagði svo þegar hann kom aftur að þessi ræfds fáráður myndi ekki láta oftar sjá sig hér. Þorkeli tókst að eyða tortryggni Gunnlaugs að mestu leyti, með því að vera vinsamlegur við hann hér eftir. Gunnlaugur fór að halda að Þorkell væri farinn að íhuga að gefa honum dóttur sína, hann var að minnsta kosti hættur að skipta sér af því þó Gunnlaugur væri oft inni hjá Sólveigu á kvöldin og enginn njósnaði lengur um ferðir þeirra. Eitt kvöld opnaði Þorkell dymar inn til dóttur sinnar og segir við Gunnlaug. „Ég ætla að benda þér á að fara snemma að sofa í kvöld, þú verður að fara einn inn í Hrafnkelsdal á morgun að sækja hrossin, ég gat ekki fengið neinn til að fara með þér.“ Hann bætir við í viðurkenningartón: „Ég veit að þetta er ekki á allra færi, en þú gerir mér mikinn greiða með því að koma hrossunum heim, áður en spillir tíð. Ég veit að þú ert fær um að gera það sem aðrir geta ekki.“ Gunnlaugur lofar að fara, en Sólveig er mjög á móti því. Hún hefur alltaf verið hrædd, síðan hann varð fyrir árásinni. „Ég er hrædd um að faðir minn hafi illt í hyggju, farðu ekki einn inn í Hrafnkelsdal. Farðu heldur á einhvem bæ, og segðu þegar þú kemur aftur að þú hafir ekki fúndið hrossin.“ Gunnlaugur svarar: „Það þýðir ekkert, faðir þinn fréttir það og verður þá ekki lengur vin- samlegur við mig. Það myndi bara spilla fyrir okkur ef ég færi ekki, ég er frískur að hlaupa og vanur að bjarga mér.“ Sólveig vefur hann að sér. „Ég er svo hrædd um að missa þig,“ hvíslar hún og strýkur yfír dökkt þykkt hár hans. „Farðu varlega, horfðu alltaf vel í kring um þig, gáðu eftir mannaferðum, gleymdu þér ekki nokkra stund, þú þekkir ekki undirferli mannana.“ Gunnlaugur hafði lofað að gæta sín vel þó hann ætti bágt með að tnla því í raun og veru að setið væri um líf hans. Hann var snemma á fótum næsta morgun og var kominn tímanlega inn í Hrafnkelsdal. Hann fann hrossin fljótlega og flýtti sér inn fyrir hópinn. Hann var snöggvast á báðum 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.