Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 146
Múlaþing
Ljósmynd: Skarphéðinn G. Þórisson.
Sag£i refa&kgttunnar - 'fgr&ta tájan &em ég &kaut
Þegar ég var 16 ára, var ég að heiman nokkum tíma hjá bónda sem hét Álfur. Annan
daginn í vistinni kom hann til mín þar sem ég var að stynga út úr hrútakofanum. Ja nú er
ljótt í efni sagði hann, nú er bannsett tófan farin að gæða sér og sínum á lambaketi. Eg
má til að biðja þig að skreppa með mér inn á Flataháls og vita hvers við verðum vísari.
Ég gekk hérna upp í fláana áðan og sá tvær ær lamblausar sem ég sá með lömbin héma
suður á melunum í gær. Pabbi þinn á aðra þeirra.
Ég hrökk við, það er þó ekki hún Móra? Jú víst er það hún og ég sem var að biðja
hann pabba þinn að selja mér hrútinn undan henni í haust, mér leist svo vel á hann. Mikill
bölvaður vargur er þessi tófa, sagði ég, svo tekur hún þau lömb sem fallegust eru. Ég
var svo reiður að ég tautaði margt ljótt orð sem ekki er eftir hafandi og í huganum sór
ég þess dýran eið að vinna tófunum allt það mein sem ég gæti.
Við Álfur gengum heim og bjuggum okkur af stað í snatri. Dísa, húsmóðirin, stakk
nestisbita í vasa okkar. Ég hafði riffil sem Álfur átti og langdrægan sjónauka sem ég
hafði fengið í jólagjöf. Álfur var með haglabyssu. Við fórum ríðandi inn að Hrauntagli,
þar hefti Álfúr hestana en ég gekk upp á hæðimar fyrir ofan og fór að horfa um kring
með sjónaukanum. Þá sá ég þrjár lambær utan í hólbarði all langt frá.
Ég þekkti þær allar, þar var uppáhalds ærin mín, hún Grábotna gamla og dætur hennar
Hosa þriggja vetra og Höpp tveggja vetra. Sú gamla var með tvær gimbrar gráar, Hosa
með höttótta gimbur, Höpp var með hosóttan hrút. Ég sá að Grábotna var óróleg, alltaf að
líta upp eins og hún byggist við árás þá og þegar. Lömbin voru öll að leika sér og hoppa
um hólinn kringum mæður sínar. Hlupu svo til þeirra að fá sér mjólkursopa, lögðust svo
niður tvö og tvö saman. Alltaf var Grábotna jafn óróleg, lagðist sem snöggvast hjá
144