Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 22
Múlaþing
árinu 1930. Ljósmynd: Skipulagsstofnun.
Bjamey Stefánsdóttir máls á því að
„félagið fengi útmældan blett sem það
gæti haft til afnota á komandi sumri
og gróðursett þar tré.“ Bjamey og
Olöf Gísladóttir voru kosnar til þess
að óska eftir því formlega við bæjar-
stjóm Neskaupstaðar að kvenfélagið
fengi slíkan blett.4
Tæplega ári síðar, þann 2. ágúst
1934 samþykkti bæjarstjóm Neskaup-
staðar á fúndi sínum að afhenda kven-
félaginu til ræktunar og umráða, svæði
sem merkt var nr. 5 á skipulagsupp-
drættinum, norðvestan við kirkjuna.
Svæðinu hallaði í suður og var breidd
þess um 50 metrar og lengdin um 90 metrar.
Það lá á milli Miðstrætis og Egilsbrautar
og var hæðamunur á milli gatnanna um 14
metrar. Meirihluti þess var gróin lægð milli
tveggja melhryggja, svonefnd Gíslalág eða
4 Héraðskjalasafn Neskaupstaðar (hér eftir Hskj. Nesk.). Gerðabók
Kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað 1907-1941. 22. okt. 1933.
Gíslatún. Á eystri melhryggnum var gamli
kirkjugarðurinn sem hafði verið aflagður
mörgum ámm fyrr.5
Kvenfélagskonumar sömdu við Eyþór
Þórðarson kennara um að skipuleggja garðinn
og stjóma vinnu við uppbyggingu hans. Eyþór
hóf störf í ágúst og var unnið fram á haustið.
Margar kvenfélagskonur lögðu til vinnukrafta
sína6 og nokkrir karlmenn lögðu einnig sitt af
mörkum við framkvæmdirnar, ásamt því að
bærinn kostaði girðinguna umhverfís garðinn.7
Eyþór Þórðarson (1901-2000) var mikill
garðyrkjuáhugamaður og einn af frumherjum
á því sviði í Neskaupstað og helsti hvatamaður
að stofnun Skógræktarfélags Neskaupstaðar
árið 1948. Hann lauk kennaraprófi frá Kenn-
araskóla Islands vorið 1925 og hafði áður
stundað nám í Alþýðuskólanum á Eiðum.
Fyrstu árin eftir útskrift stundaði hann far-
kennslu í Norðfjarðarhreppi og varð síðan
kennari í Nesskóla frá árinu 1933. í eitt sumar
stundaði hann einnig garðyrkjunám og sótti
5 Eyþór Þórðarson, „Skrúðgarður Neskaupstaðar (saga og gerð).“
Garðyrkjuritið 1984. Reykjavík 1984, bls. 135-136 og Alþýðu-
blaðið. 28. nóv. 1934, bls. 4.
Eyþór Þórðarson kennari í Neskaupstað. Ljósmyndari:
Kaldal. Eigandi rnyndar: Skjala- og myndasafn Norð-
fjarðar.
6 Eyþór Þórðarson, „Skrúðgarður Neskaupstaðar (saga og gerð).“
Garðyrkjuritið 1984. Reykjavík 1984, bls. 135.
7 Alþýðublaðið. 28. nóv. 1934, bls. 4.
20