Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Qupperneq 97
Rætur Stefáns Einarssonar í Breiðdal
ömefhi frá Þorvaldsstöðum, Tóarseli, Hlíðar-
enda, Skriðu og Skriðustekk, - og enginn
svarar! Og enn vantar mig Fell, Ormsstaði,
Þverhamar, Snæhvamm, - Eyjar og Streiti.
Þar reiknaði ég og reiddi mig upp á þig.
[...] Geturðu komið orðum til Benna í Stöð
og Sveins Benediktssonar að ég sé orðinn
langleiður eftir línum frá þeim.
Sefán er með hugann við ömefnin, og reyndar
er það svo í flestum bréfum hans til Sigurjóns
að þau em til umijöllunar. í bréfí sem dagsett
er 29. nóvember 1956, er hann enn að hvetja
vin sinn til verka:
Nú má vel vera að þú gætir skrifað upp
fyrir mig öll ömefni á Kömbum og Heyk-
lifi, kannski líka á Hvalnesi næsta bæ. Og
því meir sem þú ýttir á eftir Stöðfirðingum
og Nönnu, því betra þætti mér.
Þegar ég kem ætla ég að hafa með mér
öll ömefni á Strönd og í Breiðdal og láta
kallana leiðrétta þau og leyfa þeim að afrita
ef þeir vilja.
Enn skrifar Stefán, 22. október 1931:
Vertu blessaður fyrir ömefnin. En heyrðu!
ég held þú hafír gleymt að tilgreina lend-
ingar, sker og boða og mið sem Snæfells-
menn notuðu og þetta vil ég alt saman fá.
Sömuleiðis langar mig obbo mikið í ömefnin
af Kambanesi, gætirðu ekki drifið þau upp
fyrir mig? Og þá vantar mig enn frá Þverh.
Ormst. og Felli. Yttu við mönnum að senda
mér þetta. Það er skömm ef ekki er hægt að
koma Breiðdal af stokkunum fyrstum úr því
sem komið er.
Upptökur
Stefán hafði mikinn áhuga á hljóðfræði, enda
menntaður hljóðfræðingur, en þjóðfræðilegur
fróðleikur ýmiss konar heillaði hann einnig.
Stefán var sá fyrsti til að taka upp á segulband
þjóðfræðilegt efni á íslandi. Þegar hann kom
heim í Breiðdalinn árið 1954 boðaði hann
nokkra Breiðdælinga til sín upp á skrifstofu
kaupfélagsstjóra í kaupfélagshúsinu, sem nú
er Gamla kaupfélagið og hýsir Breiðdals-
setur, og tók upp raddir þeirra og frásagnir
og geymdi „í dós“.
I Amastofnun em varðveittar upptökur
sem Stefán tók á Austfjörðum í september
1954 en úrval þeirra hefur verið skrifað upp
af Smára Olasyni og em þeir textar og upp-
tökumar aðgengilegar í Breiðdalssetri.
Til er skemmtileg frásögn í bréfí dagsettu
17. október 1952 til Sigurjóns:
Já blessaður kallinn hann Jón Björgólfsson, sá
man nú sitthvað og það sem best er, að hann
getur hermt eftir köllunum. Hann hermdi eftir
Bimi gamla Bjömssyni svo að mér heyrðist
kallinn lifandi kominn! Þú ættir nú bara að
slá þér upp á því að skrifa ævisögu Jóns eins
og Hagalín ævi Sæmundar. Betra væri þó að
taka alla frásögnina upp á rafband og geyma
Jón talandi niðrí dós! I dós vildi ég líka geyma
talanda Gísla á Brekkuborg, því hann hygg ég
tala einhverja þá allrafallegustu Breiðdælsku
sem ég heyrði síðast heima.
Eins og sannast af ofangreindum dæmum var
hugur Stefáns oft á tíðum í Breiðdalnum og
með Ijölmörgum verkum sínum tókst honum
jafnframt að varðveita skemmtilegar heimildir
þaðan sem annars hefðu að öllum líkindum
fallið í glatkistuna.
Lýkur hér kaflanum um rætur Stefáns í
Breiðdal og tengsl hans við byggðarlagið,
með orðum hans sjálfs úr bréfí til Sigurjóns
í Snæhvammi:
Ég ætla að biðja þig að heilsa kunningjunum
í kring, tengdafólkinu öllu. Ég vildi óska að
hér væri skemmra á milli en heilt heimshaf,
þá myndi ég koma og kjafta við þig á helgum.
95