Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 44
Múlaþing
Goðabotn og upp af honum Goðatindur í norðanverðum Mjóafirði. Ljósmynd: Skarphéðinn G. Þórisson.
Sörlastaði hafi hlaupið upp í Goðaborgir til að
tilbiðja goð sín. Mun hann hafa hlaupið eftir
rák þeirri sem nú kallast Seiðhjalli, berhöfð-
aður og berfættur af lotningu við goðin, þar til
hann í síðustu ferð sinni hrapaði af hjallanum
niður í Goðagil og hvarf þar til guða sinna.10
Goðatindur eða Goðaborgartindur
í Mjóafirði (944 m)
Fyrir ofan Fiof í Mjóafirði er Goðaborg eða
Goðaborgartindur. Mun fyrra heitið, Goðaborg
vera eldra. Þar neðar í fjallinu, nær Hofi, er
Goðabotn. Sagt er að þar hafi hof Mjófírðinga
staðið. Munu þar hafa sést rústir byggingar,
en erfitt er að komast að staðnum neðan frá
bænum vegna bratta. I Norðfjarðamípu segja
sumir að staðið hafí Goðaborg sem nú sé
gleymd og týnd. Þar má einnig sjá rústir af
byggingu.* 11
Goðaborgarfjall í Sandvík
við Norðfjörð (649 m)
A fjallinu milli Norðfjarðar og Sandvíkur
heitir Goðaborg. fllfært er upp á hana, en
margir munu hafa reynt að skoða hana. í grein
Sigfúsar frá árinu 1932 segir að engum hafi þó
tekist það ætlunarverk sitt til hlítar því einatt
hefur skollið á svo dimm þoka að menn hafa
ýmist villst eða orðið frá að hverfa.12
Goðaborg á Viðfjarðarmúla
í Norðfirði (689 m)
Stefán Einarsson nefnir í Árbók Ferðafélags
Islands 1957 klett á múlanum milli Hellis-
ijarðar og Viðfjarðar sem ber nafnið Goða-
borg.13 Engar þekktar sagnir munu vera við
hana tengdar.14
10 Sigfús Sigfússon 1932, 86
11 Sigfús Sigfússon 1932, 87
12 Sigfús Sigfússon 1932, 87
13 Stefán Einarsson 1957, 18
14 Stefán Einarsson 1997, 24
42