Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 118

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 118
Múlaþing Aksturslag Stefán var hæglátur og yfirlætislaus maður og almennt löghlýðinn, en sumar gjörðir hans fóru ekki alveg saman við það sem lög gera ráð fyrir. Þannig tók hann takmarkað tillit til umferðarreglna og fannst þær eiga svona mátulega vel við sig. Stundum lagði hann bílnum sínum á bannsvæði ef það hentaði og ók svo hægt, eða varði svo löngum tíma í að beygja fyrir hom, að klesst var aftan á hann. Flestar sektir Stefáns vom einmitt til komnar vegna bílsins, þó svo að hann hafi t.d. líka verið sektaður fyrir að ganga um með vasahníf með óleyfilega löngu blaði. Hann var því húsgangur á lögreglustöðinni til að borga sektir sínar. En aldrei kvartaði hann... svona fyrir utan það að honum fannst það tímasóun að þurfa að fara niður á lögreglustöð dag eftir dag til að borga sektir. Haraldur Bessason, fyrrverandi prófessor í Winnipeg og háskólarektor á Akureyri, segir á rnjög skemmtilegan hátt ffá ferð Stefáns frá Baltimore til íþöku í Bréfum til Brands en þó ber að nefna að hann tekur fram að ekki sé allt í bókinni óskreyttur sannleikur. Hér er stytt og eilítið umorðuð lýsing hans: Stefán lét vel af ferð sinni, sagðist ekki hafa verið stöðvaður nema þrisvar af vegalögreglunni. Það væri bót frá síð- ustu ferð hans þegar hann hafði lent í þremur árekstrum, eða réttara sagt að það hafði verið keyrt þrisvar aftan á bílinn hjá honum. Stefán ók alltof hægt á vegum úti og þess vegna var ekki sjón að sjá bílinn hans að aftanverðu. Þó að reynt hefði verið að laga verstu dældirnar var ekkert áhlaupaverk að opna skottið eða loka því. Teikning Stefáns af Margréti móður hans. Vinurinn Ríkharður Beck Meðal bestu vina Stefáns vestanhafs vom skáldið og kennarinn Ríkharður Beck (eða Richard Beck) og Halldór Hermannsson bókavörður við Fiske safnið í Comellháskóla. Það sem er merkilegt við vinskap Stefáns og Ríkharðs er að Ríkharður Beck var fæddur 9. júní 1897 að Svínaskálastekk við Reyðarfjörð, þ.e. sama dag, sama ár og í sömu sýslu og Stefán. Þrátt fyrir þetta kynntust þeir ekki fyrr en í Bandaríkjunum. Ríkharður var sonur Hans Kjartans Beck og Þómnnar Vigfúsínu Vigfúsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1920 en fluttist svo til Winnipeg 1921 ásamt móður sinni. Ríkharður var fjölmenntaður og gerðist prófessor í bókmenntum við ýmsa háskóla vestra, þar sem hann bjó alla ævi síðan. Hann var afkastamikill rithöfundur og birtust oft effir hann greinar og ljóð í íslenskum blöðum. 116
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.