Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 125

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 125
Frá vetrardvöl í Holti í Fellum Flestar fréttir bárust, sumar seint, ekki allar og helst þær, sem máli skiptu. Við Jón lögðum snemma af stað að morgni 3. desember. Veður hélst enn stillt og gott. Jón ákvað að fara þvert austur yfir heiði, svokallaðan Bessastaðaveg milli Fljótsdals og Jökuldals. Vegurinn fékk nýja þýðingu eftir að Jökla var brúuð á milli bæjanna, Hákonarstaða og Klaustursels árið 1904. Leiðin er nokkru styttri en áfanginn tveimur dögum fyrr eða um 17 km loftlína. Hann taldi að við gætum orðið dagþrota á lengri leiðinni. Við vorum með 14 kindur, flestar frá Asi og Holti en fímm úr Fljótsdal, þar á meðal heldur mjós- leginn lambhrútur. Eins og tveimur dögum áður var orðið albjart, þegar við komum á heiðarbrún. Við héldum okkur á glöggri slóð á Bessastaðavegi. Þíða hafði verið um nóttina og því minni gljá en áður. Okkur tókst að fá létt rennsli á fjárhópinn, svo að reksturinn varð auð- veldur. En á miðri heiði fór lambhrúturinn að dragast aftur úr og jafnaði sig ekki þótt við hvíldum féð. Á Miðheiðarhálsi kvaðst Jón taka til sinna ráða og bað mig fylgja fénu einn um stund. Eftir rúman hálftíma náði hann mér og kindunum aftur. Var nú skammt að Bessastaðakíl, sem þær runnu stanslaust yfir. Nokkru austar fer vegurinn að lækka niður að Bessastaðaárgili. Var nú komið sólarfall og birtu brá eftir skamma stund. Reksturinn hafði gengið vel en heldur seint um miðbik dagsins. Rökkva tók þegar við nálguðumst gilið. Við komum í Bessastaði í hálfdimmu. Þetta reyndist þægileg ferð í góðu veðri um hinar fomu Bessagötur. Alla dagana var hin besta útsýn á heiðinni. Jón bað um gistingu, sem var fúslega veitt, reksturinn hýstur og gefin heytugga, en kindur úr Fljótsdal teknar úr. Kvöldið leið svo við spjall um svipað efni og hin kvöldin í ferðinni. En þarna var miklu yngra fólk í heimili og fylgdist betur með því, sem gerðist í heims- styijöldinni. Aldrei spurði ég Jón að því, hvort hann hefði gert grein fyrir lambhrútnum. En í þessum tilfellum er skylt að farga slíkum kindum, því annars bíður þeirra hræðileg útreið eftir tófur eða hrafna. Hinn 4. desember lögðum við Jón af stað í hálfbjörtu síðasta áfangann út í Fell. Veður var milt og þítt og hafði svo verið um nóttina. Reyndist dálítill dráttur í Hengifossá. Við rákum féð yfir hana dálitlu neðar en þar, sem brúin var byggð fáum árum síðar. Eg ætlaði að vaða ána, en þá kallaði Jón til mín og sagðist vilja bera mig yfir. Var hann svo ákveðinn að ég lét strax undan, kunni eiginlega ekki við annað. Þetta tók ekki nema nokkrar mínútur. Þá tók Jón upp glas með Hoffmannsdropum og saup úr því, gekk svo hratt að næsta barði og settist þar niður til að vinda úr sokkum sínum. Kindumar gripu niður á meðan. Nú mnnu þær greitt á vegi eftir þetta. Ég minnist þess að hjá Parthúsum fyrir utan Arnheiðar- staði minntist Jón á draugasöguna um Part- húsa-Jón, sem hélt þar til, tók ofan hausinn og stakk honum í handarkrika sinn, þegar heldri menn fóru framhjá. Mjög skemmtileg gönguleið er frá Brekku í Fljótsdal út að Skeggjastöðum í Fellum, því fögur útsýn blasir hvarvetna við. Við komum í Holt nokkru eftir hádegi, hýstum reksturinn, létum heimakindur strax út á tún en gáfum hinum fimm heytuggu til að rífa í sig meðan Jón kom inn til að fá sér kaffisopa. Síðan hélt hann áfram og hefur áreiðanlega verið kominn heim í Ás fyrir dimmu. Þegar ég lít til baka eftir sjötíu ár, undrast ég veðurheppni okkar í ferðinni. Veðrið var milt og stillt alla dagana og útsýn frábær til fjalla, jökuls og heiða. Samt furða ég mig á dirfsku húsbændanna að senda okkur tvo á svona langa vegu til ijársókna í svartasta skammdegi, annan rúmlega sextugan að aldri en hinn sextán ára. En ég met það nú sem drengskaparbragð hjá Jóni Einarssyni að hann skyldi bera mig yfir Hengifossá. Ég minnist hans sem góðs ferðafélaga. 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-5021
Tungumál:
Árgangar:
42
Fjöldi tölublaða/hefta:
46
Skráðar greinar:
635
Gefið út:
1966-í dag
Myndað til:
2016
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Íslandssaga : Tímarit : Austurland : Sögufélag Austurlands : Sjöunda landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað: 39. hefti (01.01.2013)
https://timarit.is/issue/419661

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

39. hefti (01.01.2013)

Aðgerðir: