Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 98
Múlaþing
Vésteinn Ólason
Bókmenntarannsóknir Stefáns Einarssonar
Ur erindi fluttu í Breiðdalssetri á Stefánsdegi ll.júní 2011.
Stefán Einarsson hefur lýst tildrögum bókmenntarannsókna sinna og framvindu í eftirmála
bókarinnar Skáldaþing, sem er safn greina um íslenskar bókmenntir sem birtist í Reykjavík
árið 1948. Þar segir hann:
Þegar ég kom vestur um haf haustið 1927, hafði ég hugsað, að mér mundi ef til vill gefast tækifæri til
að sækja ísland heim á sumrum og ferðast um landið til að gera athuganir á islenzkum mállýzkum.
Hins vegar vildi ég gjaman hafa eitthvert annað íslenzkt rannsóknarefni til ígripa hér vestan hafsins
og lá þá nokkuð beint fyrir að taka til meðferðar hina mjög vanræktu bókmenntasögu 19.-20. aldar
En ég var enginn bókmenntafræðingur og treysti mér því miðlungi vel til verksins, ekki sizt hvað
kveðskapinn snerti. Sumarið 1928 hittumst við Richard Beck í Iþöku, í íslenzka bókasafninu þar,
í fyrsta sinn. Færði ég þá hugmynd mína í tal við hann og spurði, hvort hann vildi ekki taka að sér
ljóðskáldin. Var hann til þess fús, enda sjálfur ljóðskáld (Skáldaþing, 471).
Stefán gerir síðan grein fyrir hvemig greinar hans urðu til; hann safnaði efni um rithöfundana
úr blöðum og tímaritum:
... aukþess sem ég reyndi að vinna úr því í greinum þeim, sem hér em prentaðar, auknokkurra annarra
um skylt efni ásamt bæklingi um Þórberg Þórðarson fimmtugan, og ævi Halldórs Laxness, er ég
tók saman 1930 sem einskonar inngangsfræði að Vefaranum mikla, þótt sú bók bíði enn prentunar.
Við þessa vinnu átti Stefán í miklum bréfaskiptum við höfunda, skrifaði þeim og leitaði upp-
lýsinga. í handritadeild Landsbókasafns er varðveittur fjöldi bréfa frá höfundum, merkilegar
heimildir um ævi þeirra og störf og sýna hvernig þeir litu sjálfir á ritstörf sín.
Eins og Stefán nefnir vann hann að ritun ævisögu Halldórs Laxness á ámnum um 1930.
Það hlýtur að vera nærri einsdæmi að fræðimaður taki sér fyrir hendur að semja ævisögu
rithöfundar sem ekki er nema 26 ára gamall þegar hugmyndin kviknar, jafnvel þótt fræðimað-
urinn sjálfur sé aðeins fimm ámm eldri og höfundurinn óvenju efnilegur. Þetta tiltæki sýnir að
mínum dómi dirfsku Stefáns, og svo auðvitað að hann hafði áttað sig á einstökum hæfileikum
Halldórs og því hve þroskaferill hans á æskuárum var óvenjulegur og merkilegur. Vefarinn
mikli frá Kasmír sannfærði Stefán um að Halldór væri snillingur.
Þótt rit Stefáns um Halldór Kiljan hafi því miður aldrei birst opinberlega, hélt hann allmarga
fyrirlestra um verk hans og birti um hann greinar auk kafla í yfirlitsritum. Hann átti þannig
drjúgan hlut í að kynna Halldór og verk hans í enskumælandi heimi. Heimildasöfnun Stefáns
var grundvöllur síðari rannsókna og raunar undirstaða allra frásagna af þroskasögu Halldórs
Kiljans Laxness fram til þess að hann hóf ritun raunsæislegra skáldsagna með Sölku Völku.
Allt of langt mál yrði að reyna að gera hér grein fyrir öllum bókmenntaskrifúm Stefáns. Auk
Skáldaþings, sem ég nefndi í upphafi, komu út eftir hann fimm bækur um bókmenntaleg efni:
Þórbergur Þórðarson frœðimaður-spámaður-skáldfimmtugur 1939, History oflceiandic Prose
96