Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 134
Múlaþing
nokkur atriði. Látum Halldór Stefánsson hafa
orðið. Bráðafárið barst í Vopnafjörð um 1860.
„Frá haustdögum 1858 til vors 1860 var á
Austurlandi óáran í veðráttu með einstökum
skaðaveðrum á fénaði, húsum og bátum.“16
„Næstu tvö árin voru góðæri í veðráttu, en
þá voru Ijárpestimar skæðar og nýttust þau
því ekki til fulls til viðreisnar. Svo komu
fjögur harðindaár, en þó án sérstakra áfalla
af skaðaveðrum. Þessu veðurfarstímabili lauk
með tveimur stóráföllum og harðindaári í
ofanálag.“17 Áföllin vom, vetrar- og vorharð-
indi 1867 og fjárskaðaveðrið mikla 15.-18.
október 1868 þegar bændur á Austurlandi
misstu mörg þúsund fjár og má nærri geta
slíkt hefur gert margan manninn gjaldþrota.
„Ofan á þetta áfalla árferði kom enn bágindaár
1869, vorharðindi og ísasumar. Þar á ofan
bættist mislinga og taugveikifaraldur. Varð
árið 1869 því síður en svo til viðreisnar eftir
áföllin“18 Rétt fyrir sauðburðinn eða þann 13.
maí 1863 yrkir Fjallaskáldið:
Beitilöndin byrgir fönn,
björg trúi ’ ég flesta þrjóti;
hungruð glottir Hel við tönn
höldum döprum móti.
[...]
Kalda fætur hungruð hjörð
hristir á gaddi frosnum,
augum svo á hretin hörð
horfir nœrri brostnum.19
Við þetta er svo því að bæta
á hitafarslínuriti því sem hér
fylgir með sézt að meðalhiti
hefúr aldrei verið lægri en árið
1866 síðan mælingar hófust í
Stykkishólmi 1832. Fróðlegt
að bera saman hitafar áranna
1858-1922 við hitafar áranna 1964-1972 og
kalda árið 1979 sem margir núlifandi muna
vel eftir. Þar sézt að tímabilið 1858-1890,
hefur verið kaldara en við höfum nokkum
tíma kynnst á 20. öldinni. Sem dæmi um tjón
af völdum harðindanna nefnir Halldór að fé
hafi fækkað í Múlasýslum úr 88.750 árið
1856 niður í 54.210 árið 1869 eða um 38,9%;
„koma þá aðeins rúmlega 7 kindur á mann á
móti 14,5 sauðkind 1853“ segirhann.20
Árferði batnaði heldur á ámnum 1870-75
og menn reyndu að endurvekja þann framfara-
hug sem ríkti kringum 1850. Ný ógn steðjaði
hins vegar að íbúum Austurlands á annan í
páskum (29. marz) 1875 þegar mikið öskugos
hófst í Dyngjufjöllum og ljósgrá vikuraskan
lagðist yfir lönd og lifendur á Upphéraði og
fjörðunum frá Borgarfirði til Stöðvarfjarðar.
Þykkust var askan á efri hluta Jökuldals, í
Hrafnkelsdal og á suðurhluta heiðarinnar
(um 20 cm). Bændur af Jökuldal og hluta
heiðarinnar flúðu með fé sitt niður í Vopna-
Ijörð sem fyrir var þéttsetinn af fé og fólki
eftir erfíðleika áratugarins á undan. Þessir
tímabundnu hrakningar bænda undan ösku-
fallinu komu róti á marga sem þótti orðið
þröngt um afkomu og lítið olnbogarými.
Fyrsti „stórhópur“ landnema frá Norður- og
16 Halldór Stefánsson. „Þættir úr sögu Austurl.“ bls. 74 og 75. 19 Kristján Jónsson. Ljóðmœli, bls. 11-12.
17 Sama heimild bls. 76. 20 Halldór Stefánsson. „Þættir úr sögu Austurl.“ bls. 77.
18 Halldór Stefánsson. „Þættir úr sögu Austurl.“ bls. 77.
132