Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Síða 37

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Síða 37
Baldur Grétarsson Heimagæsirnar í Merki ,JHefurðu heyrt af gœsunum sem hérna voru?“ Þessari spumingu varpaði til mín hinn aldni höfðingi í Merki á Jökuldal, Oli Stefánsson, er við ræddum um gamla daga sl. vetur. Óli er fæddur árið 1923 og stendur á nítugasta aldurs- ári. Óli man því tímana tvenna eins og sagt er, og segir skemmtilega frá, enda minnugur vel og em. „Þetta var annars dálítið merkilegt með þessar gœsirf hélt Óli áfram,... og ætla ég hér að hafa söguna eftir honum eins vel og mér er unnt. Eg hafði einnig samband við Hallveigu Guðjónsdóttur frá Heiðarseli, frænku og jafnöldru Óla, sem var innan við fermingu þegar saga þessi gerðist og mundi hún vel atvik sem tengjast frásögninni og tvinna ég því saman minningar beggja um atburðinn. Einnig hefur Ragnar Sigvaldason á Hákonarstöðum staðfest ýmislegt um atvikið enda var oft á þetta minnst á Efra-Dal. Þannig var að föður Óla, Stefáni Benediktssyni bónda í Merki, höfðu áskotnast aligæsir og var því jafnan nokkur hópur slíkra heimagæsa í Merki á þessum árum. A Heiðarseli í Jökuldalsheiði bjuggu hjónin Guðjón Gíslason og Guðrún Benediktsdóttir systir Stefáns, ásamt bömum sínum. Stefán ákvað að færa þeim í Heiðarseli tvær heimagæsir, einskonar vísi að bústofni handa frændfólkinu því að hann áleit að góð skilyrði væm fyrir slíkan fénað í heiðinni þar sem kjarngóð grös vaxa allt sumarið og Pollurinn við framenda Anavatns er rétt niður af Heiðarselsbænum. Hann sótti hesta tvo til ferðarinnar, tók gæsapar, gæs og stegg, og setti í poka. Reið hann á öðrum hestinum en hafði gæsimar á klyfberahesti sem hann teymdi með sér. Það var síðla dags sem Stefán hóf ferðina norður og fór hann í fyrsta áfanga upp í Hákonarstaði og gisti þar hjá kunningjafólki. Fékk hann að geyma gæsirnar í kofa þar á túninu og leysti þær úr pokanum yfir nóttina. Daginn eftir bjóst hann enn til ferðar, stakk gæsunum í pokann og hélt áfram til heiðar. Hallveig mundi þegar Stefán birtist í Heiðarseli færandi hendi og ávarpaði móður hennar með þessum orðum: „Eg er að koma með þessafugla tilþín Gunna mín.“ Fólkið í Heiðarseli varð himinlifandi yfir gæsunum og voru þær hýstar meðan Stefán stansaði. Guðrún steikti silung um kvöldið og að málsverði loknum sagði Stefán: „Heyrðu Gunna mín, mig langar til þess að leyfaþér að heyra hérna Ijóð sem ég er með.“ Flutti Stefán þar ljóð sem hann hafði ort um heiðina, en Stefán var ágætlega hagmæltur og fjölskyldan á Heiðarseli sömuleiðis, þannig að allir nutu stundarinnar hið besta. Ljóðið sem Stefán flutti í baðstofunni á Heiðarseli hét Jökuldalsheiði og stendur í heild sinni í ljóðabókinni Ljóð eftir Stefán Benediktsson í Merki, sem Letur gaf út með ljóðasafni Óli Stefánsson í Merki. 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.