Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 51

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 51
Griðastaðir guðanna Borgarklettur á Mýrum. Ljósmynd: Hulda Sigurdís Þráinsdóttir. og voru þeir þá fullir af gulli og lauf sem hann hafði stungið í vasa sína voru gullpeningar.39 Goðaborg á Borgarkletti á Mýrum í Hornafirði Enn ein Goðaborgin er grasi vaxin bunga á Borgarkletti á Mýrum, tignarlegum kletti, þverhníptum á þrjár hliðar. Líkt og með aðrar Goðaborgir hefur alla tíð hvílt mikil helgi og dulúð yfir þessari Goðaborg eins og reyndar Borgarklettinum öllum. Borgin var friðlýst samkvæmtþjóðminjalögum 1931. Árið 1999 fór þar fram fomleifarannsókn undir stjóm Bjarna F. Einarssonar, fomleifafræðings. Teknar vom tvær prufuholur sem þóttu benda til að á klettinum hafi verið aftökustaður til forna, en rústir neðan við klettinn þykja benda til að þar hafi verið þingstaður.40 Sú trú er tengd Borgarkletti að undir honum sé fólgin kista full af gulli. Sumir segja þó að kistan sé fólgin uppi á klettinum, þ.e. í sjálfri Goðaborginni. Margir hafa freistað þess að finna gullið, en enginn haft erindi sem erfiði því alltaf þegar hróflað er við jörðu í nágrenni við klettinn sýndist mönnum bærinn á Borg standa í Ijósum logum. Síðasta tilraun sem gerð var í leit að gullkistunni svo vitað sé, var gerð laust eftir 1930 af systkinum sem þá ólust upp í foreldrahúsum á Borg. Til að stefna nú ekki heimilinu í voða stóð þó elsti bróðirinn, Gísli, á verði á meðan systkini hans grófú í álitlega þúfu undir klettinum. Gullleitin tók hins vegar skjótan endi þegar Gísli sá rjúka úr strompinum. Var þá gengið frá þúfunni og hlaupið heim. Heima stóð móðir þeirra yfír rjúkandi pottum og allt í stakasta lagi.41 Goðafjall í Öræfum (651 m) í fjallgarðinum milli Sandfells og Hofs í Öræfum er keilumyndaður tindur sem kall- ast Goðafjall. Engar þekktar sögur eru því tengdar.42 39 Guðmundur Jónsson Hoffell 1946, 80 41 Gísli, Lilja og Steinunn Arabörn. Viðtal tekið í júní 1998 40 Bjarni F. Einarsson 2002, 44-5 42 Sigurður Björnsson 1979, 93 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-5021
Tungumál:
Árgangar:
42
Fjöldi tölublaða/hefta:
46
Skráðar greinar:
635
Gefið út:
1966-í dag
Myndað til:
2016
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Íslandssaga : Tímarit : Austurland : Sögufélag Austurlands : Sjöunda landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað: 39. hefti (01.01.2013)
https://timarit.is/issue/419661

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

39. hefti (01.01.2013)

Aðgerðir: