Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 63
Hrafnkell Lárusson
Austfirsk menning í ljósmyndum
r
haustmánuðum 2010 sóttu Héraðs-
skjalasafn Austfirðinga á Egils-
stöðum, Héraðsskjalasafn Amesinga
á Selfossi og Héraðsskjalasafn Skagfírðinga á
Sauðárkróki sameiginlega um ljárframlag frá
Alþingi til að vinna að skráningu ljósmynda
í skjalasöfnunum og gera þær aðgengilegar
fyrir landsmenn.1 I söfnunum er varðveitt
gríðarlegt magn ljósmynda af ýmsum gerðum
og uppruna. Framlagið sem sótt var um haustið
2010 (og fékkst frá Alþingi) var sem svar-
aði til upphæð fullra atvinnuleysisbóta auk
launatengdra gjalda íyrir sex stöðugildi, tvö
á hverju safni í eitt ár (2011). Þá nutu héraðs-
skjalasöfnin ljárstyrks frá sveitarfélögum sem
að söfnunum standa, til að mæta kostnaði
við vinnuaðstöðu, viðbót við launakostnað
og öðmm kostnaði sem af verkefninu hlaust.
Upphaf verkefnisins
Á ámnum 2008 til 2010 var unnið að skrán-
ingu manntala í Héraðsskjalasafni Austfírð-
Þessi grein byggir á skýrslu um verkefnið sem send var Mennta-
og menningarmálaráðuneytinu í september 2012. Skýrslan var
unnin af forstöðumönnum safnanna í verkefninu: Hrafnkeli
Lárussyni (Héraðsskjalasafn Austfirðinga), Þorsteini Tryggva
Mássyni (Héraðsskjalasafn Árnesinga) og Unnari Ingvarssyni
(Héraðsskjalasafn Skagfirðinga).
inga og Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Á
sama tíma vann skjalavörður í Héraðsskjala-
safni Ámesinga við skráningu dómabóka fyrir
Þjóðskjalasafn Islands. Haustið 2010 var ljóst
að ekki yrði framhald á þessum verkefnum.
Til að nýta þann mannauð sem var til staðar í
skjalasöfnunum var ákveðið að heíja samstarf
um skönnun og skráningu á ljósmyndum á
starfssvæðum safnanna. Þetta verkefni stóð
Héraðsskjalasafni Austfírðinga nærri, en undir
hatti þess er Ljósmyndasafn Austurlands sem
er sameign Héraðsskjalasaínsins, Minjasafns
Austurlands og Austurbrúar (áður SSA og
þar áður Héraðsnefndar Múlasýslna). Arndís
Þorvaldsdóttir hefur um árabil móttekið og
skráð myndir sem afhentar hafa verið Ljós-
myndasafninu. Hún hefur unnið gríðarlega
mikið og gott starf í þeim efnum og hefur
ljósmyndaverkefnið, sem hér verður sagt frá,
notið reynslu hennar og þekkingar í mörgu
tilliti.
Vinna hófst þegar í byrjun árs 2011 með
ráðningu starfsfólks og skipulagningu verk-
efnisins. Söfnin gerðu með sér samstarfs-
samning í janúar 2011. Þau festu öll kaup á
FotoStation hugbúnaði til að skrá ljósmynda-
söfnin. Við val á hugbúnaði var leitað í smiðju
Þjóðminjasafns Islands, Ljósmyndasafns
61