Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 91
Páll Baldursson
Rætur Stefáns Einarssonar í Breiðdal
og ræktarsemi hans við byggðarlag sitt
Stefán fæddist á Höskuldsstöðum í Suður-
dal í Breiðdal 9. júní 1897. Foreldrar
Stefáns voru þau Einar Gunnlaugsson
og Margrét Jónsdóttir.
Einar (1851-1942) var bóndi, ættaður frá
Flögu í Breiðdal af kunnri bændaætt. Hann
var talinn gáfaður maður, duglegur og góður
smiður. Hann var póstafgreiðslumaður um
áratugi en póstar sem gengu milli Eskifjarðar
og Hóla í Homafirði, og fóru yfir Bemfjarðar-
skarð, gistu á Höskuldsstöðum.
Margrét (1864-1923), móðir Stefáns, var
fædd á Klyppstað í Loðmundarfírði, dóttir
séra Jóns Jónssonar prests í Loðmundarfírði
og síðar á Kirkjubæ í Hróarstungu. Hann lést
þegar Margrét var sex ára. Móðir hennar,
Þórunn Magnúsdóttir, var dóttir séra Magn-
úsar Bergssonar prests í Eydölum. Þórunn
giftist á ný, þegar Margrét var komin á ung-
lingsaldur, Stefáni Einarssyni frá Vallanesi
og er Stefán skírður í höfuðið á honum.
Margrét var heilsulítil alla ævi, en berklar
hrjáðu hana frá bamæsku. Engu að síður var
hún hin glaðlyndasta kona sem hafði áhuga á
og yndi af skáldskap, trúmálum og heimspeki.
Hún var vel lesin og greind og tók að sér að
kenna börnurn annarra, auk hennar eigin.
Margréti auðnaðist ekki að sjá Stefán í hópi
kunnra fræði- og vísindamanna, en hann var
að ljúka háskólaprófi þegar hún lést.
Einar og Margrét kynntust þegar Margrét
var hjá Magnúsi Bergssyni afa sínum að
Eydölum, líklega sem vinnukona, síðasta
árið sem Magnús þjónaði þar. Einar og Mar-
grét giftust svo 19. júní 1890 og settust að á
Höskuldsstöðum. Einar var 13 ámm eldri og
átti son úr fyrra sambandi sínu við Guðnýju
Ámadóttur frá Randversstöðum, en hún lést
áður en þau náðu að giftast. Einar hafði efnast
vel af húsbyggingum og póstafgreiðslu þegar
Margrét kom á heimilið til hans. Margir munu
hafa öfundað hann af ungu konunni, sem var
bæði gáfuð og glæsileg.
I sveitarbrag frá 1920, sem finna má í
Breiðdælu, minnist Bjöm Bjömsson í Dísa-
staðaseli hjónanna á eftirfarandi hátt:
Hann er maður hagvirkur,
husaði vel sinn bœinn,
áður smiður ágætur
enn mun við það laginn.
Konan Margrét hlýtur hrós,
þó hennar fölni kinnar,
bjart hún lætur loga Ijós
á lampa skynseminnar.
89