Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Síða 41

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Síða 41
Hnlda Sigurdís Þráinsdóttir Griðastaðir guðanna Goðaborgir og önnur heiðin ömefni á Austurlandi Hugmyndin að þessari litlu samantekt um Goðaborgir á Austurlandi kvikn- aði eftir líflegar vangaveltur höfundar og nokkurra vinnufélaga hans um það hvort fjöll, tindar eða klettar með þessu heiti væru í sjónlínu hvert frá öðru og hvort menn hefðu jafnvel kveikt þar elda. Fljótlega varð þessi skemmtilega kenning þó aukaatriði, enda eina leiðin til að sanna hana eða afsanna að reima á sig gönguskóna og búa sig í margar fjallgöngur. I grein dr. Stefáns Einarssonar í Lesbók Morgunblaðsins í febrúar 1967 kemur fram að um 20 fjöll eða tignarlegir klettar séu á Austurlandi kölluð Goðaborg eða Goðaborgir. Merking þessara nafna getur verið tvíræð. Eðlilegast er að álykta sem svo er að heitið sé dregið af orðinu goði, en einnig eru til Ragnaborgir sem draga nafn sitt af orðinu rögn eða regin sem merkja goð.1 Athygli vekur að mun fleiri Goðaborgir eru á Austurlandi heldur en í öðrum landshlutum. Hugsanlega er það aðeins tilviljun, þ.e. að Goðaborg sé að nokkru leyti landshlutabundið örnefni. Hugsanlega er skýringin fólgin í stórbrotnu landslaginu, en óvíða er meira um tignar- legar klettastrítur og dranga en á Austfjörðum. Stefán Einarsson 1967, 1 Engar heimildir benda til þess að austfirskir hofgoðar hafí verið meiri trúmenn heldur en aðrir hofgoðar og því dálítið langsótt að leita trúarlegra skýringa á þessum ijölda Goða- borga á Austurlandi. Þessar pælingar verða þó látnar liggja milli hluta að sinni, enda ætlunin að rýna í hverja Goðaborg fyrir sig og þær sögur sem þeim tengjast. Það þarf varla að koma á óvart að margar þeirra Goðaborga sem hér er fjallað um séu tengdar fleiri heiðnum ömefnum, eins og Hofí, Hofsá eða Hofströnd. Fimm ijöll með heitinu Goðaborg eða Goðaborgir em í nágrenni við fom hof. Það eru: Goðaborg á Krossavík- urtindi í Vopnafírði, Goðaborg í Mjóafirði, Goðaborg í Álftafirði og Goðaborg í Hoffells- fjöllum í Homafírði. Enn fleiri Goðaborgir em í námunda við einhverskonar hofsömefni. Þannig má nefna: Hoffell nálægt Goðaborg í Fáskrúðsfírði, Hofsá nálægt Goðaborgum í Loðmundarfírði og Hofströnd nálægt Goða- borg í Borgarfírði.2 Yfir helmingur Goðaborganna tengist þó ekki hofum eða hofsörnefnum á nokkum hátt. Þannig eru: Goðaborgimar á Mýmm, í Lóni, Breiðdal, Reyðarfírði, Norðfírði, Við- fírði, Skriðdal og Ragnaborg í Fljótsdal ekki í 2 Stefán Einarsson 1967, 1 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.