Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.2013, Qupperneq 156

Andvari - 01.01.2013, Qupperneq 156
154 SVEINN EINARSSON ANDVARI heppilegt til að fylla hálftóma pyngjuna. En oft var amast við slíku vali, þó að aðsókn fengi. Það var eiginlega ekki fyrr en Leikfélag Reykjavíkur sýndi farsa Darios Fos, síðar Nóbelsskálds, á sjöunda áratugnum, til dæmis Þjófa, lík og falar konur, að það varð nógu fínt að hlæja að försum. Og svo kom meistari þeirra Georges Feydeau með Fló á skinni og þá var ísinn endanlega brotinn. Vonandi. Farsi þýðir eiginlega eitthvað sem skellt er inn á milli þess sem á að vera aðalatriðið, og þekkist frá miðöldum. En oft urðu þessi innskot aðalgleðin. Þetta alþekkta form kynnti Árni Ibsen sér vel. Hann segir skemmtilega frá því í aðfaraorðum að þessu gullfiskaleikriti. Hann segir réttilega: Leikritið Ef ég væri gullfiskur er farsi að frönskum hætti, en með íslenskt inntak. Þar er beitt viðteknu formi 19.-aldar farsans sem Georges Feydeau fullkomnaði og enn er með öruggu lífsmarki. f seinni tíð hafa menn lítt reynt að halda lífi í þessari grein leikritunar og er það miður. Það eru fyrst og fremst Englendingar og Frakkar ásamt fáeinum Bandaríkjamönnum og ítölum sem hafa reynt að semja farsa um okkar samtíma, en annarra þjóða leikhúsfólki hefur af einhverjum ástæðum þótt við hæfi að tala niðrandi um þá tilburði. Hin aldagamla sannkristilega fordæming á hlátrinum sem óhreinu og djöfullegu fyrirbæri situr enn í sálum okkar. Sú uppskafningslega afstaða „upplýstra" nútímamanna að farsinn sé óæðra leikform verður naumast skýrð öðruvísi en sem fordómar. Farsi er mjög ögrandi leikform og naumast er unnt að ímynda sér neitt leikform sem reynir jafn mikið á höfund, leikstjóra og leikara, einkum að því er varðar tæknilegar lausnir. Tegundin er jafnframt talsverð ögrun fyrir áhorfendur, ef vel tekst til, vegna þess að í farsa er hinum kunnuglega heimi þeirra snúið á hvolf. Sjálfur get ég fúslega viðurkennt að hafa haft fremur illan bifur á þessari „vafasömu“ leikbókmenntategund á mínum yngri árum, en nú er svo komið að ég get ekki lengur vikist undan því sem hefur lengi vofað yfir mér. Og þarmeð er ég í raun ekki að gera annað en játa að hafa alið með mér þann draum sem velflest leikskáld ala með sér; þ.e. að öðlast nægilega tæknikunnáttu og nægilegan þroska til að semja farsa. Öll mín skrif fyrir leikhús hafa leitt mig að því verkefni að semja farsa.... Síðan telur Árni upp lærifeður sína, Feydeau, Labiche, Ostrovskí, Ayckbourn, Camelotti, Serreau, Di Filippo, Dario Fo og fleiri til. Og það verður að segj- ast eins og er, að lærisveinninn reyndist góður nemandi. Svo listileg er flækja þessa leiks, að hún mun sennilega bera af öðrum íslenskum leikritasmíðum í þessu efni. Hér eins og áður, og ekki síst þar sem um farsa er að ræða, gefur það litla og ófullkomna ef ekki beinlínis ranga hugmynd um verkið að rekja efni þess í blaðagreinastíl. Þó verður að leitast við að segja einhver deili á því. í fyrsta lagi gerist leikurinn í Reykjavík á okkar tímum í stóru anddyri lúxusvillu sem síðar hefði verið kennd við ártalið 2007. Það hefst á því að maður, sennilega húsbóndinn á heimilinu, ætlar að laumast út með einhvern dularfullan farang- ur í íþróttatuðru, en hrekkur frá, því að hann vill ekki vera staðinn að þeim
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.