Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 13
 2.2 Undantekningarregla lokamálsliðar 2. gr. laga nr. 38/2001 Ákvæði 13. gr. og 14. gr. vxl. er að finna í VI. kafla laganna. Með gagnályktun frá 1. málslið 2. gr. vxl. er ljóst að reglur 13. gr. og 14. gr. vxl. eru ófrávíkjanlegar.14 Bannregla VI. kafla vxl. er hins vegar ekki án undantekninga. Í 2. gr. vxl. er að finna svohljóðandi ákvæði: Ákvæði II. og IV. kafla laga þessara gilda því aðeins að ekki leiði annað af samningum, venju eða lögum. Einnig verður vikið frá öðrum ákvæðum laganna að því marki sem þar er kveðið á um. Þó er ávallt heimilt að víkja frá ákvæðum laganna til hagsbóta fyrir skuldara. Af tilvitnuðu lagaákvæði má ráða að undantekningu frá þeirri meginreglu laganna, að óheimilt sé að semja um grundvöll verð- tryggingar sem ekki er stoð fyrir í lögum, er að finna í lokamálslið 2. gr. vxl. þar sem fram kemur að ávallt sé heimilt að víkja frá ákvæð- um laganna til hagsbóta fyrir skuldara. Regla þessi felur í sér undan- tekningu frá þeirri meginreglu VI. kafla vxl. að óheimilt sé að verð- tryggja lánsskuldbindingar í íslenskum krónum miðað við gengi erlendra gjaldmiðla. Samkvæmt hefðbundnum túlkunarreglum í lögskýringarfræði og fjölmörgum dómafordæmum Hæstaréttar er rík tilhneiging til að skýra þröngt reglur sem mæla fyrir um und- antekningar frá almennum reglum.15 Í næsta kafla verða teknir til skoðunar þeir dómar Hæstaréttar, þar sem reynt hefur á skýringu lokamálsliðar 2. gr. vxl. 2.2.1 Dómaframkvæmd Hæstaréttar um skýringu á lokamálslið 2. gr. laga nr. 38/2001 Í dómum Hæstaréttar 14. febrúar 2011 í málum nr. 603/2010 (Tölvu-Póst- urinn) og 604/2010 (Frjálsi) báru lánveitendur það fyrir sig að það hafi verið lántökum til hagsbóta að binda lánin, sem um ræddi, við gengi erlendra gjaldmiðla, sbr. lokamálslið 2. gr. vxl. Í báðum mál- unum tekur Hæstiréttur sérstaklega fram í forsendum sínum að umrætt lagaákvæði hefði að geyma undantekningu frá þeirri megin- reglu vxl. að óheimilt væri að semja um grundvöll verðtryggingar, sem ekki væri stoð fyrir í lögum, og að sönnunarbyrði fyrir því að hagstæðari kosturinn fyrir skuldara hafi orðið ofan á hvíldi á lán- veitendum. Niðurstaða Hæstaréttar varð sú í báðum málunum að 14 Þá er rétt að vekja athygli á því að refsiákvæði 17. gr. laganna, þar sem fram kemur að brot á VI. kafla laganna varði sektum nema þyngri refsing liggi við broti samkvæmt öðrum lögum, væri með öllu þýðingarlaust ef ákvæði 13. gr. og 14. gr. vxl. væru frávíkjanleg. Sjá nánar Eyvindur G. Gunnarsson: „Um gengistryggð lán og verðtryggingu“, bls. 322-323. 15 Sjá t.d. Davíð Þór Björgvinsson: Lögskýringar. Reykjavík 2008, bls. 183–184 og Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða. Reykjavík 2007, bls. 301 og 341-346.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.