Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 89
8
4.4 Svíþjóð
Það var einnig á níunda áratug síðustu aldar sem réttarþróun heil-
brigðisréttar hófst fyrir alvöru í Svíþjóð. Það gerðist með setningu
laga um eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum árið 198070 og lögum
um heilbrigðisþjónustu árið 1982.71 Talið er að þessi löggjöf veiti
sjúklingum ákveðna réttarvernd, en þó frá neikvæðu sjónarhorni
með því að kveða á um lagalegar skyldur heilbrigðisstarfsmanna og
heilbrigðisstofnana.72 Í mótsögn við öll hin Norðurlöndin sem tóku
upp löggjöf um réttindi sjúklinga á tíunda áratugnum, þá er þessi
neikvæða nálgun enn við lýði í Svíþjóð. Þar hefur því engin eiginleg
löggjöf um réttindi sjúklinga verið sett, þrátt fyrir að tillögur þess
efnis,73 og þrátt fyrir að skýrari réttindamiðuð nálgun hafi þróast á
sviði almannatryggingaréttar á níunda og tíunda áratugnum. Kjarna núgildandi löggjafar á sviði heilbrigðisréttar er að finna í
áðurnefndum lögum um heilbrigðisþjónustu sem enn eru í gildi
með síðari breytingum, og lögum um heilbrigðisstarfsmenn sem
sett voru árið 1998.75 Þá eru nú í gildi lyfjalög frá 199276 og lög um
skaðabætur til sjúklinga vegna mistaka í heilbrigðisþjónustu frá
1996. Þróun á sviði líftækni hefur einnig haft sín áhrif á réttarþró-
un í Svíþjóð. Löggjöf um tæknifrjóvgun var sett árið 1984 og 1988 en
var árið 2006 leyst af hólmi með lögum sem fjalla um tæknifrjóvg-
un, erfðafræðileg próf og genameðferð. Sænsk lög um lífsýnabanka
voru sett árið 200279 og árið 2003 voru sett lög um vísindarannsókn-
ir á heilbrigðissviði.80 Núgildandi sóttvarnarlög voru sett árið 200481
og núgildandi lög um heilbrigðisupplýsingar og sjúkraskrár voru
sett árið 2008.82 Auk þeirra helstu lagabálka sem hér hafa verið
nefndir er einnig í Svíþjóð að finna ýmis sérlög um tiltekna sjúk-
70 Lag (1980:11) om tillsyn över hälso- och sjukvårdspersonalen mfl.
71 Hälso- och sjukvårdslagen (1982:763).
72 Elisabeth Rynning: „Consent to Medical Care and Treatment – Legal Relevance in
Sweden“. Í ritinu Lotta Westerhäll og Charles Phillips (ritstj.), Patient’s Rights – Informed
Consent, Access and Equality, Nerenius & Santérus, Stokkhólmi 1994, bls. 321-364, á bls.
323.
73 Patienten har rått, SOU 1997:154, bls. 14-15.
Lena Rönnberg: Hälso – och sjukvårdsrätt. Studentlitteratur, Lundi 2005, bls. 42-44.
75 Lag (1998:531) om yrkesverksamhet på hälso- och sjukvårdens område.
76 Läkemedelslag (1992:859).
Patientskadelag (1996:799).
Lag (1984:1140) om insemination; Lag (1988:711) om befruktning utanför kroppen og
nú Lag (2006:351) om genetisk integritet.
79 Lag (2002:297) om biobanker i hälso- och sjukvården m.m.
80 Lag (2003:460) om etikprövning av forskning som avser människor.
81 Smittskyddslag (2004:168).
82 Patientdatalag (2008:355).