Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 59
að framkvæmd á greiðslu lánsins, breyti ekki framangreindu eðli
lánsins en bendi hins vegar til þess að málsaðilar hafi komið sér
saman um að klæða lánið í búning erlends láns.
4.3.2.8 Dómur Hæstaréttar 27. september 2012 í máli nr. 50/2012
Dómur Hæstaréttar 27. september 2012 í máli nr. 50/2012 (Hótel Stykk-
ishólmur) styður fyrra fordæmi réttarins í máli nr. 524/2011 (Íslands-
banki). Þeir fimm hæstaréttardómarar, sem dæmdu í málinu, stað-
festu einróma þá niðurstöðu héraðsdóms að lánssamningurinn,
sem um ræddi, væri í erlendum myntum. Vafalaust skipti mestu
um þá niðurstöðu að í texta lánssamningsins, sem um var deilt,
voru fjárhæðir hinna erlendu mynta tilgreindar sérstaklega.
Hrd. 50/2012 (Hótel Stykkishólmur). Hinn 25. ágúst 2004 var gerður láns-
samningur milli H sem lántaka og S sem lánveitanda. Á forsíðu samnings-
ins kom fram að um væri að ræða lán í erlendum gjaldmiðlum. Í inngangi
samningsins kom fram að lánið væri til 10 ára að fjárhæð að jafnvirði
720.000 svissneskra franka og 62.000.000 japanskra jena. Í dómi héraðs-
dóms, sem Hæstiréttur staðfesti með vísan til forsendna, kemur m.a. fram
að eina tilgreining lánsins sé í erlendum gjaldmiðlum en hvergi í samn-
ingnum sé vikið að fjárhæð skuldarinnar í íslenskum krónum. Þá segir
einnig að óhætt þyki að slá því föstu að vilji lánveitanda og lántaka hafi í
upphafi við samningsgerðina staðið til þess að haga skuldbindingum
þannig að lánið yrði veitt í erlendum gjaldmiðlum eins og beinlínis sé tek-
ið fram á forsíðu samningsins um efni hans. Þá er vísað til þess að trygg-
ingabréf, sem gefið var út vegna lánsins, hafi einnig aðeins að geyma fjár-
hæðir í sömu gjaldmiðlum og lánssamningurinn. Skipti þá engu þótt fram
komi í yfirskrift tryggingabréfsins að það sé í íslenskum krónum bundið
við vísitölu neysluverðs og þótt fjárhæð tryggingabréfsins hafi verið um-
reiknuð í krónur við þinglýsingu og sé tilgreind með því móti sem áhvíl-
andi veð í þinglýsingabók. Loks er tekið fram að engu breyti um þá niður-
stöðu að um lán í erlendum myntum sé að ræða, hvernig hagað er orðalagi
í myntbreytingarákvæði lánssamningsins né heldur það að lántaki hafi
veitt lánveitanda heimild til að hlaupareikningur lántaka hjá hinum síðar-
nefnda í íslenskum krónum yrði skuldfærður til greiðslu af láninu og að
lántaki hafi sjálfur óskað eftir að lánið yrði afgreitt í krónum inn á sama
reikning. Að öllu þessu virtu varð niðurstaðan sú að um erlent lán væri að
ræða.
4.3.2.9 Dómur Hæstaréttar 25. október 2012 í máli nr. 19/2012
Lánsskuldbindingin, sem deilt var um í dómi Hæstaréttar 25. október
2012 í máli nr. 19/2012 (Lánalína), er ólík þeim sem um var deilt í
fyrri dómum Hæstaréttar á þessu sviði þar sem ekki var um hefð-
bundinn lánssamning að ræða. Samkvæmt fyrirsögn og efni samn-
ingsins var um að ræða svonefnda lánalínu sem Glitnir Bank Lux-