Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 96

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 96
 Svið heilbrigðisréttar hefur þróast frá þrengri grein sem ein- blíndi á faglegar starfsskyldur lækna og samband lækna og sjúk- linga út frá sjónarhorni refsiréttar og skaðabótaréttar. Aðrar stéttir heilbrigðisstarfsmanna hafa bæst við sem og viðfangsefni er lúta að réttindum sjúklinga, lýðheilsumálefnum og sóttvörnum, stjórnkerfi og fjármögnun heilbrigðisþjónustu o.fl. Nú síðast hefur „lögfræði líflæknisfræða“ (e. biomedical law) verið fyrirferðarmikið viðfangs- efni innan heilbrigðisréttar en þar er átt við viðfangsefni sem teng- jast samþættingu hefðbundinna læknavísinda við líffræði, verk- fræði og upplýsingatækni. Í samandreginni mynd má því lýsa sviði heilbrigðisréttar þannig að hann nái í fyrsta lagi yfir verkaskiptingu og fjármögnun heilbrigðisþjónustu, í öðru lagi yfir eftirlit með heil- brigðisstarfsmönnum og annarri starfssemi á sviði heilbrigðisvöru- og þjónustu, í þriðja lagi yfir efnisreglur um einstaka sjúkdóma, rannsóknir og meðferðir, í fjórða lagi yfir réttindi, skyldur og ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna og í fimmta lagi yfir réttindi sjúklinga. Á öllum Norðurlöndunum hefur heilbrigðisréttur þróast ört frá því á 9. og 10. áratug 20. aldar og hefur það farið saman með veru- lega aukinni meðvitund um réttindi sjúklinga. Svo virðist sem sér- stök heilbrigðisréttarleg nálgun hafi þróast smátt og smátt á Norður- löndunum, viðfangsefnin verið rannsökuð og greinin kennd í há- skólum um nokkra hríð, án þess að því hafi verið veitt mikil athygli fræðilega hvort heilbrigðisréttur teljist sjálfstætt réttarsvið eða ekki.103 Þótt það sé ekki í sama umfangi, þá hefur Ísland ekki farið varhluta af þeirri þróun. Í eðlilegu framhaldi af henni og sambæri- legri þróun um allan heim hefur þeirri fræðilegu spurningu verið veitt verulega aukin athygli á allra síðustu árum hvort heilbrigðis- réttur sé sjálfstætt réttarsvið. Líflegar rökræður um þetta álitaefni fóru t.d. fram í bandarískum rétti á árunum 2006-2008.104 Þessi spurning var líka þema aðalræðunnar á stofnráðstefnu European Association of Health Law árið 2008, en þar var komist að þeirri niðurstöðu að heilbrigðisréttur væri sjálfstætt réttarsvið.105 Af nor- rænum fræðimönnum telja Mette Hartlev (2006)106 og Asbjørn Kjøn- stad (2007)107 að heilbrigðisréttur sé sjálfstætt réttarsvið. Helle Bød- ker Madsen kemst aftur á móti að andstæðri niðurstöðu í doktors- ritgerð sinni (2010), en hún kýs heldur að flokka viðfangsefni 103 Mette Hartlev: „The raison d‘être of Nordic Health Law“, bls. 52. 104 Sjá t.d. Einer R. Elhauge: „Can health law become a coherent field of law?“, bls. 365-390 og fleiri greinar í 2. hefti 41. árgangs Wake Forest Law Review 2006 og Theodore W. Ruger: „Health Law‘s Coherence Anxiety“, bls. 625-648. 105 Sjef Grevers: „Health Law in Europe: From the Present to the Future“, European Journal of Health Law 2008, bls. 261-272. 106 Mette Hartlev: „Respekt og beskyttelse i sundhedsretten”, bls. 495-522. 107 Asbjørn Kjønstad: Helserett. 2. útg., Gyldendal, Osló 2007, bls. 140.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.