Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 62
0
þremur dómurum, komst hins vegar að gagnstæðri niðurstöðu í máli
nr. 693/2012 og taldi að lánið, sem um ræddi, væri í íslenskum krón-
um enda taldist lánveitandi ekki hafa axlað þá byrði að sanna með
hvaða hætti samningurinn hefði verið framkvæmdur.
Hrd. 693/2012 (Þb. Hlutafjár). Í forsendum dóms Hæstaréttar er m.a. vísað
til þess að á forsíðu lánssamnings aðila frá 5. apríl 2005 sé tilgreint að hann
sé „Lánssamningur Lán í erlendum gjaldmiðlum og íslenskum krónum“.
Þá er vísað til þess að fram komi í upphafi samningsins að um sé að ræða
„lánssamning til 3 ára að fjárhæð jafnvirði Kr. 120.500.000 – krónur ... í ís-
lenskum krónum og erlendum myntum með þeim skilmálum sem greinir
í samningi þessum.“ Þá er vísað til ákvæðis samningsins um vexti, vaxta-
breytingar og greiðslu vaxta. Þá kemur fram að samkvæmt samningnum
hafi lánveitanda verið heimilt við vanefnd lántaka að umreikna lánið í ís-
lenskar krónur miðað við skráð sölugengi lánveitanda á gjaldfellingardegi
í „þeim myntum sem lánið samanstendur af“. Í forsendum dómsins er
bent á að margt sé líkt með þeim lánssamningi, sem um var deilt í málinu,
og þeim sem fjallað sé um í dómi réttarins í máli nr. 332/2012 þar sem lagt
var til grundvallar að um erlent lán hafi verið að ræða. Í máli nr. 332/2012
hafi hins vegar legið fyrir „kaupnóta lánssamnings“ þar sem fram kom
heildarlánsfjárhæð í evrum og skjal sem bar yfirskriftina „gjaldeyrispönt-
un“ með sömu tilgreiningu lánsfjárhæðar í evrum. Þá hafi fjárhæð lánsins
verið lögð inn á gjaldeyrisreikning. Bent er á að sambærileg skjöl og upp-
lýsingar hafi ekki legið fyrir um þann samning sem deilt var um í málinu.
Þannig komi hvergi fram í samningnum eða öðrum gögnum málsins að
lánið hafi verið tekið eða greitt út í erlendum gjaldmiðlum og að bankinn
hafi með öllu látið hjá líða að leiða þetta í ljós. Verði því að leggja til grund-
vallar að samningurinn hafi verið um lán að fjárhæð 120.500.000 íslenskar
krónur.
4.3.2.12 Dómur Hæstaréttar 17. janúar 2013 í máli nr. 386/2012
Dómur Hæstaréttar 17. janúar 2013 í máli nr. 386/2012 (Umbúðamiðlun)
er þýðingarmikið fordæmi við skýringu á ákvæðum VI. kafla vxl.
og undirstrikar það vægi sem tilgreining lánsfjárhæðar hefur við
mat á eðli lánsskuldbindingar. Niðurstaða Hæstaréttar, sem skip-
aður var fimm dómendum, varð sú í málinu að lánsskuldbindingin
sem um ræddi væri í íslenskum krónum með vísan til þess að eina
fjárhæðin, sem beint eða óbeint var tilgreind í lánssamningnum,
væri í þeirri mynt.
Hrd. 386/2012 (Umbúðamiðlun). Í maímánuði 2006 gerðu U og bankinn G
með sér samning með fyrirsögninni „lán í erlendum gjaldmiðlum og ísl.
krónum, verðtryggt“. Í meginmáli samningsins var tiltekið að samningur-
inn væri „um lán til 8 ára að fjárhæð jafnvirði allt að ISK 120.000.000,00“ og
yrði því skipt í tvo hluta eftir vali U sem lántaka, í „lánshluta A, sem er lán