Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 62
0 þremur dómurum, komst hins vegar að gagnstæðri niðurstöðu í máli nr. 693/2012 og taldi að lánið, sem um ræddi, væri í íslenskum krón- um enda taldist lánveitandi ekki hafa axlað þá byrði að sanna með hvaða hætti samningurinn hefði verið framkvæmdur. Hrd. 693/2012 (Þb. Hlutafjár). Í forsendum dóms Hæstaréttar er m.a. vísað til þess að á forsíðu lánssamnings aðila frá 5. apríl 2005 sé tilgreint að hann sé „Lánssamningur Lán í erlendum gjaldmiðlum og íslenskum krónum“. Þá er vísað til þess að fram komi í upphafi samningsins að um sé að ræða „lánssamning til 3 ára að fjárhæð jafnvirði Kr. 120.500.000 – krónur ... í ís- lenskum krónum og erlendum myntum með þeim skilmálum sem greinir í samningi þessum.“ Þá er vísað til ákvæðis samningsins um vexti, vaxta- breytingar og greiðslu vaxta. Þá kemur fram að samkvæmt samningnum hafi lánveitanda verið heimilt við vanefnd lántaka að umreikna lánið í ís- lenskar krónur miðað við skráð sölugengi lánveitanda á gjaldfellingardegi í „þeim myntum sem lánið samanstendur af“. Í forsendum dómsins er bent á að margt sé líkt með þeim lánssamningi, sem um var deilt í málinu, og þeim sem fjallað sé um í dómi réttarins í máli nr. 332/2012 þar sem lagt var til grundvallar að um erlent lán hafi verið að ræða. Í máli nr. 332/2012 hafi hins vegar legið fyrir „kaupnóta lánssamnings“ þar sem fram kom heildarlánsfjárhæð í evrum og skjal sem bar yfirskriftina „gjaldeyrispönt- un“ með sömu tilgreiningu lánsfjárhæðar í evrum. Þá hafi fjárhæð lánsins verið lögð inn á gjaldeyrisreikning. Bent er á að sambærileg skjöl og upp- lýsingar hafi ekki legið fyrir um þann samning sem deilt var um í málinu. Þannig komi hvergi fram í samningnum eða öðrum gögnum málsins að lánið hafi verið tekið eða greitt út í erlendum gjaldmiðlum og að bankinn hafi með öllu látið hjá líða að leiða þetta í ljós. Verði því að leggja til grund- vallar að samningurinn hafi verið um lán að fjárhæð 120.500.000 íslenskar krónur. 4.3.2.12 Dómur Hæstaréttar 17. janúar 2013 í máli nr. 386/2012 Dómur Hæstaréttar 17. janúar 2013 í máli nr. 386/2012 (Umbúðamiðlun) er þýðingarmikið fordæmi við skýringu á ákvæðum VI. kafla vxl. og undirstrikar það vægi sem tilgreining lánsfjárhæðar hefur við mat á eðli lánsskuldbindingar. Niðurstaða Hæstaréttar, sem skip- aður var fimm dómendum, varð sú í málinu að lánsskuldbindingin sem um ræddi væri í íslenskum krónum með vísan til þess að eina fjárhæðin, sem beint eða óbeint var tilgreind í lánssamningnum, væri í þeirri mynt. Hrd. 386/2012 (Umbúðamiðlun). Í maímánuði 2006 gerðu U og bankinn G með sér samning með fyrirsögninni „lán í erlendum gjaldmiðlum og ísl. krónum, verðtryggt“. Í meginmáli samningsins var tiltekið að samningur- inn væri „um lán til 8 ára að fjárhæð jafnvirði allt að ISK 120.000.000,00“ og yrði því skipt í tvo hluta eftir vali U sem lántaka, í „lánshluta A, sem er lán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.