Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 63
 í erlendum myntum og/eða íslenskum krónum og lánshluta B, sem er verð- tryggt lán í íslenskum krónum“, en „lágmarksfjárhæð hvers lánshluta sem greiddur er út samkvæmt samningi þessum“ yrði 120.000.000 krónur „eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í öðrum gjaldmiðlum.“ Í forsendum dóms Hæstaréttar kemur fram að þrátt fyrir fyrirsögn samningsins hafi hvergi í honum verið sagt til um hvort lánið kæmi til með að verða í einhverjum erlendum gjaldmiðlum fremur en íslenskum krónum, hverjir þeir gjald- miðlar þá yrðu og með hvaða fjárhæð í þeim eða hlutfalli af fjárhæðinni í íslenskum krónum. Þá segir orðrétt: „Með því að eina fjárhæðin, sem beint eða óbeint var tilgreind í lánssamningnum, var í íslenskum krónum getur engum vafa verið háð að hann tók eingöngu til skuldbindingar í þeim gjaldmiðli, sem óheimilt var samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/2001 að binda við gengi erlendra gjaldmiðla. Þarf þá ekki að líta til þess hvernig stefndi og Glitnir banki hf. efndu skuldbindingar sínar í raun, en þau atriði gætu að auki að engu leyti hnigið að annarri niðurstöðu.“ Samkvæmt þessu varð niðurstaða Hæstaréttar sú að A hluti lánssamnings málsaðila væru bund- inn ólögmætri gengistryggingu í skilningi 14. gr. laga nr. 38/2001. Athyglisvert er að engu breytti um þá niðurstöðu Hæstaréttar, að lánið væri í íslenskum krónum, þó að meðal gagna málsins væri lánsumsókn, undirrituð af lántaka, þar sem hinna erlendu fjárhæða var getið. Unnt er að taka undir þessa niðurstöðu Hæstaréttar, enda hvergi vísað til lánsumsóknarinnar í lánssamningi aðila. Þannig hefur efni samningsskilmálanna sjálfra mest vægi við túlkunina en gögn og upplýsingar um tilurð og framkvæmd samningsins koma einungis til skoðunar þegar tilgreining lánsfjárhæðar í viðkomandi samningi er óljós. Fyrirsjáanlegt er að fleiri dómsmál af svipuðum toga muni rata til Hæstaréttar innan tíðar. Höfundi er t.a.m. kunnugt um fleiri en eitt dómsmál þar sem reyna mun á tilvik þar sem fjárhæð hinna er- lendu mynta er einungis tilgreind í útborgunarbeiðni viðkomandi lánsskuldbindingar en ekki í samningnum sjálfum. Er þá á því byggt af hálfu lánveitanda að útborgunarbeiðni teljist vera hluti viðkomandi lánssamnings. Með hliðsjón af afdráttarlausri niður- stöðu Hæstaréttar í máli nr. 386/2012 er það skoðun höfundar að slík lán teljist fremur vera í íslenskum krónum en erlendri mynt eða myntum. Niðurstaða Hæstaréttar í máli nr. 552/2011, sem getið var um í kafla 4.3.2.4. hér að framan, kann þó mögulega að veita vís- bendingar um hið gagnstæða.75 75 Rétt er þó að láta þess getið að í máli nr. 552/2011 voru fjárhæðir hinna erlendu mynta nákvæmlega tilgreindar í texta skuldabréfsins. Sjá einnig að sínu leyti til hliðsjónar mál nr. 524/2011 þar sem vísað var m.a. til orðalags skilmálabreytingar skuldabréfsins sem um var deilt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.