Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 17
 hafi gengið til samninga af fúsum og frjálsum vilja og gert sér fulla grein fyrir þeirri áhættu sem fylgdi því að taka lán sem bundið væri við gengi erlends gjaldmiðils eða gjaldmiðla. Þrátt fyrir þessa vitn- eskju, um að slík lán væru í eðli sínu áhættusamari en lántaka í ís- lenskum krónum, hefðu lántakar kosið að undirgangast slík lána- kjör vegna hagstæðari vaxtakjara sem í boði voru. Lántakar hafi því verið grandsamir um að gengisáhætta viðkomandi samnings var óhjákvæmileg forsenda vaxtakjaranna. Þessi rök eru út af fyrir sig góðra gjalda verð. Ástæða þess að lántakar kusu gengistryggð lán voru einkum hagstæð vaxtakjör, sem í boði voru, og trú viðkomandi á að gengi íslensku krónunnar yrði stöðugt gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Hæstiréttur hefur hins vegar kveðið skýrt á um að framangreindar röksemdir geti ekki leitt til þess að vikið verði frá ákvæðum VI. kafla vxl. og það jafnvel þó að í viðkomandi samningi eða fylgiskjölum hafi verið tekið sérstaklega fram að viðkomandi lántaki eða lántakar geri sér grein fyrir því að lántaka í erlendum gjaldmiðli eða gjaldmiðlum sé áhættusamari en lántaka í íslenskum krónum, sbr. t.d. dómur Hæsta- réttar 14. febrúar 2011 í máli nr. 603/2010 (Tölvu-Pósturinn). Sú niður- staða er að mati höfundar eðlileg og rökrétt enda geta sjónarmið um samningsfrelsi ekki vikið til hliðar skýrum og ófrávíkjanlegum lagareglum VI. kafla vxl., sbr. 2. gr. laganna, jafnvel þó að vilji samn- ingsaðila hafi staðið til þess að taka lán sem verðtryggt væri miðað við gengi erlends eða erlendra gjaldmiðla.18 Það er hins vegar annað mál að meginreglan um samningsfrelsi getur ótvírætt haft áhrif á túlkun löggerninga, þ.m.t. lánssamninga þar sem verðtrygging tek- ur mið af gengi erlends eða erlendra gjaldmiðla, líkt og nánar verð- ur fjallað um síðar í greininni.19 3.2 Reglur Evrópuréttar um frjálsa fjármagnsflutninga Meginmál samningsins um Evrópska efnahagssvæðið var lögfest hér á landi með lögum nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. 2. gr. laganna. Í 3. gr. laganna kemur fram að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samning- inn og þær reglur sem á honum byggja. 18 Sjá einnig til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 16. júní 2010 í málum nr. 92/2010 og 153/2010. 19 Þetta sjónarmið kemur skýrt fram í forsendum meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 3/2012 (Háttur), þar sem segir orðrétt: „Úrlausn á þessari deilu málsaðila ræðst fyrst og fremst af skýringu á texta lánssamningsins þar sem lýst er þeirri skuldbindingu sem varnaraðili tókst á hendur með samningnum. Við skýringuna ber að hafa í huga meginreglu íslensks réttar um frelsi manna til að bindast skuldbindingum með samningum við aðra þannig að samningar teljist gildir nema sýnt sé fram á að þeir fari í bága við ófrávíkjanlegar reglur í settum lögum.“ Sjá einnig sams konar tilvísun í forsendum minnihluta Hæstaréttar í máli nr. 155/2011 (Motormax).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.