Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 39
en ekki samningar um lán. Það sem mestu máli skipti við mat á eðli
skuldbindinganna var að í hvorugum samningnum var gert ráð fyr-
ir því að leigutakar eignuðust samningsandlög í lok samningstíma.
Dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3680/2011 var ekki áfrýj-
að til Hæstaréttar. Ef mál, þar sem deila málsaðila snerist um það
hvort tiltekinn rekstrarleigusamningur væri samningur um lán eða
leigu, kæmi til kasta Hæstaréttar verður að telja meiri líkur en minni
að niðurstaðan yrði einnig sú að slíkur samningur teldist vera leigu-
samningur. Bæði kemur þá til að slíkir samningar eru að mati höf-
undar líkastir hefðbundnum leigusamningum, t.d. er höfuðstóll
ekki tilgreindur í rekstrarleigusamningum, auk þess sem sönnun
um að samið hafi verið um yfirfærslu eignaréttar samningsandlags
til leigutaka í lok leigutíma yrði að líkindum afar torveld.57
4.2.1.4 Einkaleigusamningar
Við gildistöku laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki höfðu íslensk
eignaleigufyrirtæki enn ekki kynnt til sögunnar svonefnda einka-
leigusamninga sem skýrir hvers vegna þeir eru hvorki nefndir á
nafn í lögunum né lögskýringargögnum með þeim. Einkaleigu-
samningar eru hins vegar svo eðlislíkir öðrum tegundum eigna-
leigusamninga, einkum kaupleigusamningum, að rétt er að fella
slíka samninga undir yfirhugtakið eignaleigusamningar.58 Heimild-
ir eignaleigufyrirtækja til að bjóða upp á valkost um einkaleigu væri
samkvæmt þessu unnt að fella undir ákvæði 21. gr. laga nr. 161/2002
sem fjallar um þjónustustarfsemi sem er í eðlilegum tengslum við
starfsemi samkvæmt 20. gr. laganna með sama hætti og við á um
kaupleigu og rekstrarleigu.59
Einkaleigusamningar eru iðulega þríhliða samningar milli leigu-
taka, eignaleigufyrirtækis og seljanda samningsandlags sem yfirleitt
er bifreiðaumboð. Slíkir samningar eru tímabundnir og óuppsegj-
anlegir. Á leigutímanum veitir seljandi ýmsa þjónustu við samn-
ingsandlagið sem leigutaka er óheimilt að kaupa af öðrum, t.a.m.
viðgerðar-, viðhalds- og varahlutaþjónusta. Samhliða undirritun
57 Rekstrarleigusamningar, sem einstaklingar hafa gert við fjármálafyrirtæki vegna
kaupa á bifreiðum til einkanota, falla samkvæmt X. ákvæði til bráðabirgða við lög nr.
38/2001, sbr. 2. gr. laga nr. 151/2010, undir gildissvið 18. gr. laga nr. 38/2001, sbr. 1. gr. laga
nr. 151/2010.
58 Þessi ályktun fær stoð í áðurnefndu dreifibréfi Fjármálaeftirlitsins, dags. 14. septemb-
er 2010, þar sem einkaleigusamningar eru tilgreindir sem annars konar eignaleigusamn-
ingar en kaupleigusamningar.
59 Þannig kemur fram í athugasemdum við 21. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr.
161/2002 um fjármálafyrirtæki að lánastofnunum almennt (ekki einungis eignarleigufyr-
irtækjum) hafi verið talið heimilt að stunda hvers konar form af eignarleigustarfsemi þótt í
lögum sé einungis kveðið á um fjármögnunarleigu. Alþt. 2002-2003, A-deild, þskj. 218 –
215. mál, bls. 1108.