Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 39
 en ekki samningar um lán. Það sem mestu máli skipti við mat á eðli skuldbindinganna var að í hvorugum samningnum var gert ráð fyr- ir því að leigutakar eignuðust samningsandlög í lok samningstíma. Dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3680/2011 var ekki áfrýj- að til Hæstaréttar. Ef mál, þar sem deila málsaðila snerist um það hvort tiltekinn rekstrarleigusamningur væri samningur um lán eða leigu, kæmi til kasta Hæstaréttar verður að telja meiri líkur en minni að niðurstaðan yrði einnig sú að slíkur samningur teldist vera leigu- samningur. Bæði kemur þá til að slíkir samningar eru að mati höf- undar líkastir hefðbundnum leigusamningum, t.d. er höfuðstóll ekki tilgreindur í rekstrarleigusamningum, auk þess sem sönnun um að samið hafi verið um yfirfærslu eignaréttar samningsandlags til leigutaka í lok leigutíma yrði að líkindum afar torveld.57 4.2.1.4 Einkaleigusamningar Við gildistöku laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki höfðu íslensk eignaleigufyrirtæki enn ekki kynnt til sögunnar svonefnda einka- leigusamninga sem skýrir hvers vegna þeir eru hvorki nefndir á nafn í lögunum né lögskýringargögnum með þeim. Einkaleigu- samningar eru hins vegar svo eðlislíkir öðrum tegundum eigna- leigusamninga, einkum kaupleigusamningum, að rétt er að fella slíka samninga undir yfirhugtakið eignaleigusamningar.58 Heimild- ir eignaleigufyrirtækja til að bjóða upp á valkost um einkaleigu væri samkvæmt þessu unnt að fella undir ákvæði 21. gr. laga nr. 161/2002 sem fjallar um þjónustustarfsemi sem er í eðlilegum tengslum við starfsemi samkvæmt 20. gr. laganna með sama hætti og við á um kaupleigu og rekstrarleigu.59 Einkaleigusamningar eru iðulega þríhliða samningar milli leigu- taka, eignaleigufyrirtækis og seljanda samningsandlags sem yfirleitt er bifreiðaumboð. Slíkir samningar eru tímabundnir og óuppsegj- anlegir. Á leigutímanum veitir seljandi ýmsa þjónustu við samn- ingsandlagið sem leigutaka er óheimilt að kaupa af öðrum, t.a.m. viðgerðar-, viðhalds- og varahlutaþjónusta. Samhliða undirritun 57 Rekstrarleigusamningar, sem einstaklingar hafa gert við fjármálafyrirtæki vegna kaupa á bifreiðum til einkanota, falla samkvæmt X. ákvæði til bráðabirgða við lög nr. 38/2001, sbr. 2. gr. laga nr. 151/2010, undir gildissvið 18. gr. laga nr. 38/2001, sbr. 1. gr. laga nr. 151/2010. 58 Þessi ályktun fær stoð í áðurnefndu dreifibréfi Fjármálaeftirlitsins, dags. 14. septemb- er 2010, þar sem einkaleigusamningar eru tilgreindir sem annars konar eignaleigusamn- ingar en kaupleigusamningar. 59 Þannig kemur fram í athugasemdum við 21. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki að lánastofnunum almennt (ekki einungis eignarleigufyr- irtækjum) hafi verið talið heimilt að stunda hvers konar form af eignarleigustarfsemi þótt í lögum sé einungis kveðið á um fjármögnunarleigu. Alþt. 2002-2003, A-deild, þskj. 218 – 215. mál, bls. 1108.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.