Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 49
sem ríkti um slíkar lánveitingar í kjölfar dóma Hæstaréttar í málum nr.
92/2010 og 153/2010. Með hliðsjón af því að fjölmörg lánsform voru
nýtt við gerð gengistryggðra lána til lögaðila var ljóst að talsvert
marga dóma Hæstaréttar þyrfti til þess að skýra gildissvið VI. kafla
vxl. m.t.t. til slíkra skuldbindinga. Í þessum kafla verður leitast við
að gera heildstæða grein fyrir þeim úrlausnum Hæstaréttar þar sem
á álitaefnin hefur reynt.72
4.3.2.1 Dómar Hæstaréttar 14. febrúar 2011 í málum nr. 603/2010 og
604/2010
Með dómum Hæstaréttar 14. febrúar 2011 í málum nr. 603/2010 (Tölvu-
Pósturinn) og 604/2010 (Frjálsi), þar sem rétturinn var í báðum til-
vikum skipaður fimm dómurum, var skorið úr ágreiningi málsaðila
um það hvort lánsskuldbindingar samkvæmt gengistryggðum
skuldabréfum með fasteignaveðum teldust vera í íslenskum krón-
um eða erlendum myntum. Í málunum fengust svör við þýðing-
armiklum álitaefnum sem til umræðu höfðu verið í kjölfar dóma
Hæstaréttar 16. júní 2010. Bæði málin vörðuðu lán til húsnæðiskaupa
sem tekin voru hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum.
Í fyrrnefnda málinu nr. 603/2010 var um það að ræða að einka-
hlutafélag hafði tekið lán hjá bankanum til kaupa á fasteign en í
hinu síðarnefnda, máli nr. 604/2010, var um að ræða hjón sem tóku
lán hjá bankanum í sama tilgangi. Í báðum málunum var óumdeilt
milli málsaðila að um lánsfé í skilningi VI. kafla vxl. væri að ræða.
Ágreiningurinn laut hins vegar að því hvort skuldbinding lántak-
enda hefði verið ákveðin í íslenskum krónum eða erlendum mynt-
um og hvaða vexti skuldin bæri yrði niðurstaðan sú að höfuðstóll
lánsskuldbindinganna væri í íslenskum krónum og óheimilt hefði
verið að binda fjárhæð hans við gengi á krónu gagnvart erlendum
gjaldmiðlum. Eins og áður hefur komið fram fellur utan efnissviðs
þessarar greinar að fjalla um vaxtauppgjör lánssamninga er inni-
halda ólögmæta gengistryggingu og verður því eingöngu fjallað
um fyrrnefnda atriðið.
Hrd. 603/2010 (Tölvu-Pósturinn). T tók lán hjá F til húsnæðiskaupa á árinu
2007. Í veðskuldabréfi, sem gefið var út í tilefni af lánveitingunni, var láns-
fjárhæð skuldabréfsins tiltekin fjárhæð í íslenskum krónum en tekið fram
að hún væri að „jafnvirði“ nánar tilgreindra erlendra mynta í tilteknum
hlutföllum. Fyrir lá í málinu að T hafði, við útborgun lánsins, fengið senda
kaupnótu þar sem fram var tekið að lánið hefði verið veitt í erlendri mynt,
sem seld hefði verið sama dag fyrir íslenskar krónur. Niðurstaða Hæsta-
réttar var sú að lánssamningur aðila væri í íslenskum krónum og tekið fram
72 Teknir verða til skoðunar þeir dómar Hæstaréttar í gengistryggingarmálum sem
kveðnir hafa verið upp frá 16. júní 2010 og fram til loka janúar 2013.