Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 49

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 49
 sem ríkti um slíkar lánveitingar í kjölfar dóma Hæstaréttar í málum nr. 92/2010 og 153/2010. Með hliðsjón af því að fjölmörg lánsform voru nýtt við gerð gengistryggðra lána til lögaðila var ljóst að talsvert marga dóma Hæstaréttar þyrfti til þess að skýra gildissvið VI. kafla vxl. m.t.t. til slíkra skuldbindinga. Í þessum kafla verður leitast við að gera heildstæða grein fyrir þeim úrlausnum Hæstaréttar þar sem á álitaefnin hefur reynt.72 4.3.2.1 Dómar Hæstaréttar 14. febrúar 2011 í málum nr. 603/2010 og 604/2010 Með dómum Hæstaréttar 14. febrúar 2011 í málum nr. 603/2010 (Tölvu- Pósturinn) og 604/2010 (Frjálsi), þar sem rétturinn var í báðum til- vikum skipaður fimm dómurum, var skorið úr ágreiningi málsaðila um það hvort lánsskuldbindingar samkvæmt gengistryggðum skuldabréfum með fasteignaveðum teldust vera í íslenskum krón- um eða erlendum myntum. Í málunum fengust svör við þýðing- armiklum álitaefnum sem til umræðu höfðu verið í kjölfar dóma Hæstaréttar 16. júní 2010. Bæði málin vörðuðu lán til húsnæðiskaupa sem tekin voru hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Í fyrrnefnda málinu nr. 603/2010 var um það að ræða að einka- hlutafélag hafði tekið lán hjá bankanum til kaupa á fasteign en í hinu síðarnefnda, máli nr. 604/2010, var um að ræða hjón sem tóku lán hjá bankanum í sama tilgangi. Í báðum málunum var óumdeilt milli málsaðila að um lánsfé í skilningi VI. kafla vxl. væri að ræða. Ágreiningurinn laut hins vegar að því hvort skuldbinding lántak- enda hefði verið ákveðin í íslenskum krónum eða erlendum mynt- um og hvaða vexti skuldin bæri yrði niðurstaðan sú að höfuðstóll lánsskuldbindinganna væri í íslenskum krónum og óheimilt hefði verið að binda fjárhæð hans við gengi á krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Eins og áður hefur komið fram fellur utan efnissviðs þessarar greinar að fjalla um vaxtauppgjör lánssamninga er inni- halda ólögmæta gengistryggingu og verður því eingöngu fjallað um fyrrnefnda atriðið. Hrd. 603/2010 (Tölvu-Pósturinn). T tók lán hjá F til húsnæðiskaupa á árinu 2007. Í veðskuldabréfi, sem gefið var út í tilefni af lánveitingunni, var láns- fjárhæð skuldabréfsins tiltekin fjárhæð í íslenskum krónum en tekið fram að hún væri að „jafnvirði“ nánar tilgreindra erlendra mynta í tilteknum hlutföllum. Fyrir lá í málinu að T hafði, við útborgun lánsins, fengið senda kaupnótu þar sem fram var tekið að lánið hefði verið veitt í erlendri mynt, sem seld hefði verið sama dag fyrir íslenskar krónur. Niðurstaða Hæsta- réttar var sú að lánssamningur aðila væri í íslenskum krónum og tekið fram 72 Teknir verða til skoðunar þeir dómar Hæstaréttar í gengistryggingarmálum sem kveðnir hafa verið upp frá 16. júní 2010 og fram til loka janúar 2013.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.