Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 80

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 80
8 Annað sjónarhorn á það hvort sjálfstætt réttarsvið hafi orðið til er félagsfræðilegt og lýsandi, en tengist þó fyrra sjónarhorninu náið. Þá er lögð áhersla á mælikvarða eins og þá hvort fræðigreinin er almennt kennd við háskóla, hvort til eru fræðatímarit og fræðafélög helguð fræðigreininni og jafnvel hvort í háskólum hafi verið stofnað til sérgreindra akademískra starfa sem helguð séu réttarsviðinu. Fræðimenn sem fjallað hafa um það hvort heilbrigðisréttur sé sjálf- stætt réttarsvið styðjast gjarnan einnig við þetta sjónarhorn.6 3. VIÐFANGSEFNI HEILBRIGÐISRÉTTAR 3.1 Stutt sögudrög Sjúkdómar og heilsutengd málefni hafa ávallt verið hluti af mann- legri tilvist, en á síðari árum hefur samfélagsþróunin í Evrópu verið í þá átt að opinbert vald hefur í síauknum mæli látið sig varða mál- efni tengd heilsu, lækningum og starfrækslu heilbrigðisþjónustu. Á Norðurlöndum breyttist þannig réttarsamband sem í upphafi var einfalt tvíhliða einkaréttarlegt samningssamband á milli læknis eða ljósmóður og sjúklings9 í þríhliða samband þar sem heilbrigð- isstarfsmaðurinn var í vinnuréttarlegu réttarsambandi við heil- brigðisstofnun, þar sem sjúklingurinn var í stjórnsýsluréttarlegu réttarsambandi við heilbrigðisstofnunina en á milli sjúklings og heilbrigðisstarfsmanns voru einungis óbeinar leifar af hinu upp- haflega samningssambandi.10 Þessi réttarþróun var nátengd þróun hins norræna velferðarsamfélags,11 en við hana myndaðist samt ákveðið lagalegt tómarúm varðandi réttaröryggi sjúklinga. Efnis- reglur stjórnsýslulaga eiga einungis við um hreinar stjórnvalds- ákvarðanir, sbr. 1. gr. laga nr. 37/1993, en réttarstaðan varðandi þjónustustarfsemi er mun óljósari. Þá er efnissvið stjórnsýsluréttar- 6 Sjá t.d. Sjef Grevers: „Health Law in Europe: From the Present to the Future“. European Journal of Health Law 2008, bls. 261-272, á bls. 265; Henry T. Greely: „Some Thoughts on Academic Health Law“. Wake Forest Law Review 2006, bls. 393-396 og Mette Hartlev: „The raison d‘être of Nordic Health Law“. Í ritinu Elisabeth Rynning og Mette Hartlev (ritstj.), Nordic Health Law in a European Context – Welfare State Perspectives on Patients‘ Rights and Biomedicine, Liber og Martinus Nijhoff, Malmö/Leiden 2011, bls. 49-66, á bls. 49. 7 Ítarlega verður fjallað um þróun íslensks heilbrigðisréttar í síðari greininni sem nefnast mun „Íslenskur heilbrigðisréttur II – þróun, meginreglur og grundvallarkenningar“. 8 Sjef Grevers: „Health Law in Europe: From the Present to the Future“, bls. 264. 9 Hugtakið sjúklingur nær yfir alla notendur heilbrigðisþjónustu, sbr. 2. gr. laga um rétt- indi sjúklinga nr. 74/1997. 10 Asbjørn Kjønstad: Helserett. 2. útg., Gyldendal, Osló 2007, bls. 28-30. 11 Stundum eru heilbrigðisréttur, vinnuréttur og almannatryggingaréttur saman kallaðir velferðarréttur (d. velfærdsret), sjá t.d. Kirsten Ketscher: Socialret. 3. útg., Thomson, Kaup- mannahöfn 2008, bls. 23. Til samanburðar má benda á að í Bandaríkjunum eru einkarétt- arlegar markaðskenningar aftur á móti meira undirliggjandi í heilbrigðisrétti, sbr. t.d. Peter D. Jacobsen: „Health Law 2005: An Agenda“. Journal of Law, Medicine and Ethics 2005, bls. 725-738.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.