Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 53
 Minnihluti Hæstaréttar (þrír dómarar) taldi hins vegar að texti lánssamningsins fæli í sér að veitt hafi verið lán í erlendum gjald- miðlum, þó að lánsfjárhæðin hafi verið ákveðin sem jafnvirði til- greindrar fjárhæðar í íslenskum krónum. Tekið er sérstaklega fram að ekki leiki vafi á því í málinu að vilji aðila hafi við samningsgerð- ina staðið til þess að haga skuldbindingu lántaka með þessum hætti. Einnig er vísað til þess að lántaki hafi ekki gert athugasemd við texta kaupnótu, sem lánveitandi gaf út í tengslum við lánveitinguna, þar sem höfuðstóll lánsins er tilgreindur með fjórum fjárhæðum í hverj- um hinna erlendu gjaldmiðla sem lánssamningurinn kveður á um. Líkt og nánar verður rakið í kafla 4.4 var litið svo á að dómurinn hefði víðtækt fordæmisgildi. Í samræmi við þetta hófu fjármálafyrir- tækin endurútreikning þeirra lána, sem veitt voru til lögaðila og höfðu að þeirra mati að geyma sambærilega lánsskilmála og lánið sem um var deilt í máli nr. 155/2011. 4.3.2.4 Dómur Hæstaréttar 3. nóvember 2011 í máli nr. 520/2011 Í dómi Hæstaréttar 3. nóvember 2011 í máli nr. 520/2011 (GB Miðlun) var deilt um lögmæti gengisbindingar skuldabréfs sem einkahluta- félag gaf út til Glitnis banka undir heitinu „Skuldabréf í erlendum gjaldmiðlum“. Lánsskuldbindingin var frábrugðin þeim skulda- skjölum sem voru til umfjöllunar í fyrri dómum Hæstaréttar þar sem fjárhæðir hinna erlendu mynta voru tilgreindar sérstaklega í skuldabréfinu enda þótt vísað væri til jafnvirðis þeirra í íslenskum krónum í texta skuldabréfsins sem um ræddi.73 Nánar tiltekið viður- kenndi einkahlutafélagið samkvæmt ákvæðum skuldabréfsins að skulda bankanum „eftirfarandi erlendar fjárhæðir eða jafngildi þeirra í öðrum erlendum myntum eða mynteiningum, sem birtar eru í almennri gengistöflu Glitnis banka hf., eða í íslenskum krón- um: CHF 175.341, JPY 17.816.567. Jafnvirði í íslenskum krónum 17.250.000.“ Útivist varð af hálfu lántaka í héraði og málið tekið til dóms á þingfestingardegi í samræmi við 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í forsendum héraðsdóms kemur fram það mat dómsins að um sambærilega lántöku sé að ræða og fjallað er um í dómum Hæstaréttar í málum nr. 92/2010, 153/2010, 603/2010, 604/2010, 30/2011, 31/2011 og 155/2011. Samkvæmt því verði að líta svo á að um sé að ræða lán í íslenskum krónum sem verðtryggt sé með því að binda það við gengi erlendra gjaldmiðla. Með vísan til dóma 73 Í fyrri dómum Hæstaréttar voru þær skuldbindingar, sem um var deilt, ýmist tilteknar fjárhæðir í íslenskum krónum, sbr. mál nr. 92/2010 og 153/2010, eða jafnvirði fjárhæða í ís- lenskum krónum er skiptast skyldu eftir ákveðnum hlutföllum í tvær eða fleiri erlendar myntir, sbr. mál nr. 603/2010, 604/2010, 30/2011, 31/2011 og 155/2011.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.