Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 40
8 einkaleigusamninga er gjarnan gerður kaupsamningur milli leigu- taka og seljanda, þar sem seljandi skuldbindur sig til að kaupa samn- ingsandlagið aftur af leigutaka að samningstíma liðnum. Greina má einkaleigusamninga í tvo flokka eftir því hver réttar- staða leigutaka er samkvæmt skilmálum samnings í lok samnings- tíma. Annars vegar er um að ræða hefðbundna einkaleigu þar sem leigutaka ber samkvæmt skilmálum samningsins að skila samn- ingsandlagi til seljanda í lok samningstíma. Hins vegar er um að ræða svonefnda „einkaleigu með kauprétti“ þar sem kveðið er á um kauprétt leigutaka að samningsandlagi í lok samningstíma, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, og yfirleitt á fyrir fram ákveðnu verði. Við lok einkaleigusamninga með kauprétti eignast leigutaki því samningsandlagið, að öðrum skilyrðum uppfylltum, en á sölu- rétt á hendur seljanda. Enn hefur ekki komið til kasta íslenskra dómstóla mál þar sem reynt hefur á lögmæti gengisbindingar einkaleigusamninga en fyrir liggja þrír úrskurðir úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármála- fyrirtæki. Um er að ræða úrskurði nefndarinnar í máli nr. 53/2011 sem kveðinn var upp hinn 1. nóvember 2011, í máli nr. 67/2011 sem kveðinn var upp hinn 20. janúar 2012 og í máli nr. 95/2011 sem kveð- inn var upp hinn 17. apríl 2012. Ótvírætt má ráða af tilvitnuðum úrskurðum að það sem einkum ræður úrslitum um það hvort einkaleigusamningarnir töldust vera samningar um lán eða leigu eru ákvæði samningsskilmálanna um réttarstöðu leigutaka við lok samningstíma. Þannig kemst úrskurð- arnefndin einróma að þeirri niðurstöðu í málum nr. 53/2011 og 67/2011 að einkaleigusamningar með kauprétti, sem þar var um deilt, væru í eðli sínu lánssamningar. Úrskurðarnefndin klofnaði hins vegar í máli nr. 95/2011 þar sem deilt var um hefðbundinn einkaleigusamning. Þannig taldi meirihluti nefndarmanna (3 af 5) að samningurinn væri um leigu en ekki lán, en minnihlutinn leit svo á að eignaleigufyrirtækið hafi veitt lán til kaupa á bifreið og klætt þann gerning í búning leigusamnings. Unnt er að taka undir niðurstöður úrskurðarnefndarinnar í mál- um nr. 53/2011 og 67/2011. Einkaleigusamningum með kauprétti svipar um margt til kaupleigusamninga og því eðlileg nálgun hjá úrskurðarnefndinni, við mat á eðli einkaleigusamninganna, að horfa til þeirra atriða sem réðu úrslitum í dómum Hæstaréttar 16. júní 2010 í málum nr. 92/2010 og 153/2010. Niðurstaða Hæstaréttar í báð- um málunum varð sú, eins og áður er rakið, að kaupleigusamning- arnir, sem um var deilt, væru lánssamningar „klæddir í búning“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.