Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 67
92/2010, 153/2010 og 386/2012. Að sama skapi er um erlent lán að
ræða ef fjárhæð skuldbindingar er tilgreind í erlendri eða erlendum
myntum í viðkomandi lánsskuldbindingu, jafnvel þó að vísað sé til
jafnvirðis þeirra mynta í íslenskum krónum, sbr. mál nr. 520/2011,
551/2011, 552/2011, 524/2011 og 50/2012. Af dómaframkvæmdinni
virðist mega ráða að þegar lánsfjárhæð er tilgreind með framan-
greindum hætti hafi ekki sjálfstæða þýðingu við matið með hvaða
hætti samningsaðilar efndu skuldbindingar sínar í raun þó vera
kunni að vísað sé til framkvæmdar samnings til stuðnings niður-
stöðunni, sbr. til hliðsjónar mál nr. 386/2012.
Eins og rakið var í kafla 4.4 hér að framan er matið hins vegar
örðugra þegar um er að ræða lánsskuldbindingar þar sem lánsfjár-
hæð er tilgreind sem jafnvirði tiltekins fjölda íslenskra króna er
skiptast skuli eftir ákveðnum hlutföllum í tvær eða fleiri erlendar
myntir. Í slíkum tilvikum má ráða af dómaframkvæmd Hæstaréttar
að tilgreining lánsfjárhæðar í þessari mynt dugi ekki ein og sér til að
komast að niðurstöðu, heldur verði jafnframt í því sambandi að líta
einkum til þess hvernig aðilar samningsins hafi í raun efnt hann
hvor fyrir sitt leyti, sbr. mál nr. 155/2011, 3/2012 og 386/2012. Með
öðrum orðum sker framkvæmd samningsins, útgreiðsla lánsfjár-
hæðar og endurgreiðsla hennar, úr um það hvort skuldbinding telst
vera í íslenskum krónum eða erlendri mynt. Í málum nr. 603/2010,
604/2010, 30/2011, 31/2011 og 155/2011 var lánsfjárhæð t.a.m. greidd
til lántaka í íslenskum krónum og niðurstaðan sú að um lán í ís-
lenskum krónum væri að ræða með vísan til þess að báðir samn-
ingsaðilar skyldu samkvæmt samningi efna meginskyldur sínar
með greiðslum í íslenskum krónum og gerðu það í raun. Í málum nr.
332/2012, 3/2012 og 66/2012 var lánsfjárhæð á hinn bóginn greidd
inn á gjaldeyrisreikning eða gjaldeyrisreikninga og niðurstaðan sú
að um lán í erlendri mynt/myntum væri að ræða og jafnvel þó að
lánsfjárhæðin hafi staldrað þar stutt við og verið greidd út af gjald-
eyrisreikningi í íslenskum krónum.79 Líkt og áður hefur verið rakið
má ráða af dómi Hæstaréttar í máli nr. 66/2012 að ekki er fortaks-
laust skilyrði þess að lán teljist vera í erlendri mynt að skyldur
79 Í þeim tilvikum þegar endurgreiðslur láns hafa ekki farið fram, t.a.m. þegar um svo-
nefnd hrein kúlulán er að ræða þar sem afborgun höfuðstóls og vaxta á að fara fram í einni
greiðslu í lok samningstíma, og ekki er kveðið á um það með skýrum hætti í hvaða mynt
eða myntum endurgreiðsla skuli fara fram, kann að vera að skilmálar viðkomandi samn-
ings veiti vísbendingu í þessu efni. Ef t.a.m. er tekið fram í lánssamningi að lántaki heimili
lánveitanda að skuldfæra fyrir greiðslum afborgana og vaxta af íslenskum tékkareikningi
gefur það til kynna að endurgreiðslur hafi átt að fara fram í íslenskum krónum, sbr. til hlið-
sjónar mál nr. 155/2011. Ef hins vegar er tekið fram að lántaki heimili að gjaldeyrisreikn-
ingur, einn eða fleiri, verði skuldfærður fyrir greiðslum afborgana og vaxta eru líkur til
þess að endurgreiðslur hafi átt að fara fram í erlendri mynt eða myntum, sbr. til hliðsjónar
mál nr. 66/2012.