Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 21
 slíkt mál verður höfðað er fyrir séð að íslenska ríkið muni halda uppi kröftugum vörnum. Fari hins vegar svo að EFTA-dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn skyld- um sínum samkvæmt EES-samningnum skal það, samkvæmt 33. gr. samningsins um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls, gera nauð- synlegar ráðstafanir til að fullnægja dómnum. Dómstóllinn getur hins vegar ekki mælt fyrir um greiðslu sektar vegna samnings- brots.21 4. HVAÐA SKULDBINDINGAR FALLA UNDIR VI. KAFLA LAGA NR. 38/2001? 4.1. Inngangur Almennt gildissvið vxl. er afmarkað í 1. gr. laganna. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. vxl. gilda lögin um vexti af peningakröfum á sviði fjár- munaréttar og öðrum sviðum réttarins, eftir því sem við getur átt, svo og um annað endurgjald sem áskilið er eða tekið fyrir lánveit- ingu eða umlíðun skuldar. Í 2. mgr. 1. gr. kemur fram að lögin gildi einnig um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Í 13. gr. vxl. er gildissvið VI. kafla laganna skilgreint með eftir- farandi hætti: Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar sem varða sparifé og lánsfé í íslenskum krónum þar sem skuldari lofar að greiða peninga og þar sem umsamið eða áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar. Með verðtrygg- ingu er í þessum kafla átt við breytingu í hlutfalli við innlenda verðvísitölu. Um heimildir til verðtryggingar fer skv. 14. gr. nema lög kveði á um annað. [Skál. höf.] Afleiðusamningar falla ekki undir ákvæði þessa kafla. Af tilvitnuðu lagaákvæði er ljóst að gildissvið VI. kafla vxl. tak- markast við sparifé og lánsfé í íslenskum krónum. Líkt og ítarlega verður rakið síðar í greininni leiðir af þessu að utan gildissviðs kafl- ans falla þá t.d. eiginlegir leigusamningar og þau tilvik þegar raun- verulega er lánuð erlend mynt.22 Það er því grundvallaratriði við skýringu ákvæðisins að ákvarða annars vegar hvað telst vera sparifé og lánsfé og hins vegar hvenær slíkar skuldbindingar eru í íslensk- um krónum. Í 2. mgr. 13. gr. vxl., sem er nýmæli miðað við eldri vaxtalög, er svo tekið fram berum orðum að afleiðusamningar falli ekki undir lögin. Þegar skuldbinding uppfyllir skilyrði 1. mgr. 13. gr. vxl. er tekið fram í lokamálslið ákvæðisins að heimildir til verðtryggingar fari 21 Stefán Már Stefánsson: Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið. Reykjavík 2000, bls. 1070-1071. 22 Sjá til hliðsjónar um leigusamninga t.d. Hrd. 1980, bls. 1291 (mál nr. 98/1978).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.