Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 51
greindur sem „jafnvirði“ tiltekins fjölda íslenskra króna, að helm-
ingi í svissneskum frönkum og helmingi í japönskum jenum. Í báð-
um tilvikum voru gefnar út, í tengslum við útborgun lánanna,
svonefndar kaupnótur þar sem fram kom að lántakar hafi selt bank-
anum tilgreindar fjárhæðir í japönskum jenum og svissneskum
frönkum sem umreiknaðar hafi verið í íslenskar krónur og þær
lagðar inn á tékkareikninga viðkomandi lántaka hjá bankanum. Þá
lá fyrir að bankinn hafði á hverjum gjalddaga reiknað út fjárhæð
hverrar afborgunar í japönskum jenum og svissneskum frönkum og
reiknað yfir í íslenskar krónur og krafið lántaka um greiðslu í ís-
lenskum krónum.
Hæstiréttur, sem í báðum málunum var skipaður þremur dóm-
urum, klofnaði í afstöðu sinni til sakarefnisins. Niðurstaða meiri-
hluta Hæstaréttar var sú í báðum málunum að lánssamningarnir,
sem um var deilt, væru um skuldbindingu í íslenskum krónum sem
væri verðtryggð með því að binda hana við gengi erlendra gjald-
miðla. Sökum þess að kröfur bankans á hendur lántakendum voru
ekki reifaðar með tilliti til þess að lánsskuldbindingarnar væru í ís-
lenskum krónum var málunum vísað frá dómi vegna vanreifunar.
Minnihluti Hæstaréttar (einn dómari) taldi hins vegar rétt, með vís-
an til þess að í hinum kærðu úrskurðum hefði verið farið út fyrir
þau mörk sem dómstólum væri falið þegar um útivistarmál er að
ræða, að fella hinn kærða úrskurð úr gildi og leggja fyrir héraðs-
dóm að taka málið til efnislegrar meðferðar og dómsálagningar.
4.3.2.3 Dómur Hæstaréttar 9. júní 2011 í máli nr. 155/2011
Kjarninn í ágreiningi málsaðila í dómi Hæstaréttar 9. júní 2011 í máli
nr. 155/2011 (Motormax) var sá hvort lánsskuldbindingin, sem inni-
hélt svonefnt „jafnvirðisorðalag“, fæli í sér ólögmæta gengistrygg-
ingu eða ekki. Um var að ræða sams konar lánsskilmála og finna
mátti í samningunum sem um var deilt í dómum Hæstaréttar 8. mars
2011 í málum nr. 30/2011 (GSP Ráðgjöf) og 31/2011 (Rósa o.fl.)
Í fyrri gengistryggingardómum Hæstaréttar hafði rétturinn að-
eins tekið afstöðu til lögmætis gengisbindingar í kaupleigusamn-
ingum, svonefndum bílasamningum, og hins vegar skuldabréfum
með fasteignaveði, sbr. þó áðurnefnd mál nr. 30/2011 og 31/2011.
Dóms Hæstaréttar í máli nr. 155/2011 var beðið með talsverðri eftir-
væntingu enda hafði þeim röksemdum verið hreyft að önnur sjónar-
mið kynnu að eiga við um lánssamninga heldur en skuldabréf og
kaupleigusamninga. Hefðbundnir lánssamningar innihéldu enda
alla jafna ítarlegri ákvæði en t.d. skuldabréf sem væru viðskiptabréf
sem hafa að geyma tæmandi lýsingu á þeim réttindum sem slík bréf
veita og almennt væru útbúin þannig að þau geti gengið kaupum