Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 60
8 embourg skuldbatt sig til að veita einstaklingi aðgang að. Samning- urinn geymdi hvorki yfirlýsingu lántaka um að hann stæði í tiltekinni skuld við bankann né myndaði hann kröfuréttindi bank- ans á hendur einstaklingnum. Í samningnum var á hinn bóginn settur rammi um lánsviðskiptin ef til þess kæmi að einstaklingurinn léti reyna á rétt sinn til að taka lán á grundvelli samningsins. Sökum þess að ekki lá fyrir í málinu skjal með beinni skuldaviðurkenningu lántaka sem taka mætti mið af við mat á eðli skuldbindingarinnar réðust úrslit málsins af því hvernig samningurinn var framkvæmd- ur. Niðurstaða Hæstaréttar í málinu varð sú að um gilt erlent lán væri að ræða með vísan til þess að lánsfjárhæðin hefði verið greidd út í erlendri mynt og endurgreiðslur hefðu farið fram í sömu mynt, að því leyti sem greiðslur fóru fram. Hrd. 19/2012 (Lánalína). S og G gerðu samning í júlímánuði 2007 um svo- nefnda lánalínu. Í samningnum var lánalínan tilgreind sem fjárhæðin 234.000.000 ísl. kr. Í aðfaraorðum samningsins var vísað til þess að G hafi „samþykkt að veita lántaka lánalínu með afborgunum að upphæð allt að jafnvirði ISK 234.000.000 skv. skilmálum þessa samnings“. Á grundvelli samningsins var S greitt út lánið í erlendri mynt í tveimur áföngum. Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að samkvæmt 1. gr. samningsins sé „valmynt“ skilgreind sem svissneskir frankar og samkvæmt 3. gr. samningsins skuli útborgun lánsins fara fram í valmynt og afborganir og vextir greiðast til G í sömu mynt. Tekið er fram í dóminum að svo hafi í raun verið gert við framkvæmd samningsins að því leyti sem greiðslur hafi farið fram. Einnig er vísað til þess að óumdeilt sé í málinu að vextirnir, sem G krafði S um og S greiddi, hafi ráðist af millibankavöxtum í viðskiptum með svissneska franka. Að öllu þessu virtu taldi Hæstiréttur engin efni til annars en að líta svo á að lánið, sem S tók hjá G, hefði verið í erlendum gjaldmiðli en við því hefðu engar hindranir verið lagðar með lögum, eins og það er orðað í for- sendum dómsins. 4.3.2.10 Dómur Hæstaréttar 1. nóvember 2012 í máli nr. 66/2012 Dómur Hæstaréttar 1. nóvember 2011 í máli nr. 66/2012 (P. Árnason fast- eignir) er í samræmi við fyrri fordæmi Hæstaréttar í málum nr. 332/2012 (Asknes), 3/2012 (Háttur) og 467/2011 (Yfirdráttur). Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 66/2012, sem skipaður var fimm dómurum, var komist að þeirri samhljóða niðurstöðu að lánið, sem um ræddi, hafi verið í erlendum gjaldmiðlum. Af orðalagi dómsins má ráða að það sem skipti mestu um þá niðurstöðu var hvernig ákvæðum láns- samningsins um efndir samningsaðila var háttað og hvernig að þeim var staðið í raun. Hrd. 66/2012 (P. Árnason fasteignir). Í nóvembermánuði 2007 gerði P láns- samning við K. Í grein 2.1. í samningnum sagði að lántaki lofaði að taka að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.