Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 20
8 lána sé þó ekki réttlætanlegt á þessum grundvelli enda sé hægt að ná fram nægjanlegri neytendavernd án þess að ganga svo langt.20 Fyrir liggur að íslenska ríkið hefur með bréfi, dagsettu 17. ágúst 2012, svarað athugasemdum ESA. Í svarbréfinu er því hafnað að VI. kafli vxl. fari í bága við 40. gr. EES-samningsins. Bent er á að ekkert liggi fyrir um að reglur vxl. takmarki íslensk fjármálafyrirtæki á millibankamarkaði sem geti eftir sem áður lánað „lögleg“ erlend lán í erlendum myntum til þeirra sem á þeim þurfa að halda. Þá er ennfremur á það bent að íslenskir dómstólar eigi enn eftir að af- marka nánar hversu víðtækt bann við gengistryggingu er og til hvers konar samninga bannið taki. Í því sambandi eru reifaðir dóm- ar Hæstaréttar 9. júní 2011 í máli nr. 155/2011 og 7. júní 2012 í máli nr. 524/2011. Það sé því ótímabært að álykta um algjört bann eða við- brögð við því fyrr en dómstólar hafa skýrt nánar ákvæði VI. kafla vxl. Tekið er sérstaklega fram að hugsanlega verði ráðist í heildar endurskoðun laganna þegar þau fordæmi liggja fyrir. Þá kemur fram í bréfinu að íslenska ríkið telji ESA túlka dómafordæmi Evr- ópudómstólsins þar sem reynt hefur á gildissvið 40. gr. EES-samn- ingsins of rúmt. Með hliðsjón af framanröktu er afstaða íslenskra stjórnvalda sú að takmörk við gengistryggingu lánsskuldbindinga í íslenskum krónum brjóti ekki gegn 40. gr. EES-samningsins, en ef ESA telji svo vera, þrátt fyrir fram komnar röksemdir, þá séu þær takmarkanir réttlætanlegar. Bréf ESA felur í sér tilmæli (e. Letter of Formal Notice), sem ekki eru lagalega bindandi fyrir íslenska ríkið, en ekki rökstutt álit (e. Reasoned Opinion) í skilningi 31. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls. Komi hins vegar fram rökstutt álit af hálfu ESA með því efni sem tilmælin hafa að geyma og íslenska ríkið breytir ekki í samræmi við álitið innan þess frests, sem eftirlitsstofnunin setur, getur hún samkvæmt 2. mgr. 31. gr. samningsins vísað málinu til EFTA-dómstólsins. Tíminn verður að leiða í ljós hvort ESA sjái ástæðu til að höfða mál gegn íslenska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum ef rökstutt álit í skilningi 31. gr. samningsins kemur fram og ber ekki árangur. Ef 20 Rétt er að benda á í þessu sambandi að í upphaflegu frumvarpi til laga nr. 151/2010 um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu o.fl. var gerð tillaga að viðbót við 14. gr. vxl. Ákvæðið, sem finna mátti í 1. gr. frumvarpsins, mælti fyrir um heimild til lögaðila og ann- arra aðila í atvinnurekstri til að gera gengistryggða lánssamninga. Í athugasemdum við 1. gr. frumvarpsins kemur fram að með vísun til annarra aðila í atvinnurekstri sé átt við aðila, félag eða einstakling sem selur vöru, þjónustu eða réttindi í hagnaðarskyni fyrir eigin reikning og á eigin ábyrgð enda sé umfang starfseminnar ekki óverulegt eða um skamm- vinna starfsemi að ræða. Ákvæði 1. gr. frumvarpsins var hins vegar fellt brott í meðförum Alþingis. Í lögskýringargögnum kemur fram að sú breyting sé lögð til með hliðsjón af umsögnum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands. Alþt. 2010-2011, A-deild, þskj. 662 – 206. mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.