Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 33
verið um að leigutaki eignaðist vinnuvélina, sem um ræddi, gegn
fyrir fram ákveðinni greiðslu í lok samningstíma.
Óhætt er að segja að mikil viðbrögð hafi orðið við dóminum og
fjölmargar spurningar vaknað. Stærstu álitamálin sneru að fordæmis-
gildi dómsins og þá einkum hvort dómurinn gæti mögulega haft
fordæmisáhrif gagnvart öðrum íslenskum fjármálafyrirtækjum sem
buðu viðskiptavinum sínum upp á valkost um fjármögnunarleigu.
Þá sköpuðust enn fremur skattaréttarleg álitamál annars vegar varð-
andi virðisaukaskatt sem innheimtur hafði verið af fjármögnunar-
leigusamningum sem samkvæmt skýru orðalagi dómsins byggðist
á röngum forsendum enda er þjónusta banka, sparisjóða og annarra
lánastofnana utan skattskyldusviðs virðisaukaskattslaga nr. 50/1988,
sbr. 10. tölul. 3. mgr. 2. gr. laganna.49 Hins vegar var ljóst að niður-
staða Hæstaréttar í máli nr. 282/2011 hefði áhrif á framkvæmd laga
nr. 90/2003 um tekjuskatt enda yrði ekki hjá því komist að leiðrétta
tekjur og gjöld í skattframtölum, bæði í framtölum leigutaka og við-
komandi eignaleigufyrirtækis.50
Hinn 24. maí 2012 var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli nr.
652/2011 (Smákranar II) þar sem deiluefnið snerist um það hvort
fjármögnunarleigusamningur, sem einkahlutafélag gerði við eigna-
leigufyrirtækið Lýsingu, væri lánssamningur og félli þar af leiðandi
49 Löggjafinn brást við þessu með setningu laga nr. 183/2011 um breytingu á lögum nr.
50/1988 um virðisaukaskatt, með síðari breytingum. Í ákvæði til bráðabirgða XXII. við lög
nr. 50/1988, sbr. 4. gr. laga nr. 183/2011, kemur fram að þrátt fyrir ákvæði laganna skuli um
leiðréttingu virðisaukaskatts, sem innheimtur var á grundvelli samninga, sem fjallað er um
í dómi Hæstaréttar í máli nr. 282/2011, og dómum eða úrskurðum með sambærilegri niður-
stöðu um réttaráhrif lánssamninga sem kveðnir eru upp eftir 20. október 2011, fara eftir
reglum sem taldar eru upp í 1. og 2. tölul. 1. mgr. ákvæðisins. Síðastnefndar reglur, 1. og 2.
tölul. 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXII. við lög nr. 50/1988, fela það í sér að í þeim til-
vikum, þegar lántaki hefur fært virðisaukaskattinn til innskatts í samræmi við 16. gr. lag-
anna, þarf hvorki að leiðrétta virðisaukaskattsskil lántaka né fjármögnunarleigu-
fyrirtækisins. Hafi virðisaukaskattur ekki verið færður til innskatts skal leiðrétting á virðis-
aukaskattsskilum fara fram í einu lagi á því uppgjörstímabili þegar endurútreikningur
viðkomandi fjármögnunarleigufyrirtækis liggur fyrir.
50 Í ákvarðandi bréfi ríkisskattstjóra nr. 1085/2012, dags. 1. mars 2012, kemur fram að í
hagræðingarskyni megi fallast á að leiðréttingar í skattframtölum samningsaðila verði
gerðar á þann hátt að einungis verði tekið mið af niðurstöðufjárhæð samkvæmt endurgerð-
um reikningi. Þannig myndu báðir samningsaðilar miða færslur í skattframtölum sínum
við endanlega niðurstöðu úr endurreikningi og færa eftir atvikum til tekna, gjalda, eigna
og skulda, í stað þess að leiða sérstaklega fram bókfært verð að teknu tilliti til fyrninga. Ef
heildarniðurstaða endurreiknings myndar skuld hjá lántaka myndar sú fjárhæð þannig
stofnverð viðkomandi eignar og færist í skattframtal sem slík, auk þess að færast sem skuld
við lánveitanda. Af þessu nýja stofnverði væri síðan heimilt að fyrna viðkomandi eign eftir
almennum reglum. Ef heildarniðurstaða er á hinn bóginn sú að lántaki eigi inni kemur sú
fjárhæð til tekna í skattframtali og viðkomandi eign er færð í eignaskrá við þessar aðstæður
á stofnverði 0 kr. og því heimilast engar fyrningar. Komi til sölu eignarinnar síðar miðast
útreikningur á söluhagnaði eða sölutapi við þannig ákvarðað nýtt stofnverð, hvort heldur
það hefur verið 0 kr. eða hærri fjárhæð.