Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 33
 verið um að leigutaki eignaðist vinnuvélina, sem um ræddi, gegn fyrir fram ákveðinni greiðslu í lok samningstíma. Óhætt er að segja að mikil viðbrögð hafi orðið við dóminum og fjölmargar spurningar vaknað. Stærstu álitamálin sneru að fordæmis- gildi dómsins og þá einkum hvort dómurinn gæti mögulega haft fordæmisáhrif gagnvart öðrum íslenskum fjármálafyrirtækjum sem buðu viðskiptavinum sínum upp á valkost um fjármögnunarleigu. Þá sköpuðust enn fremur skattaréttarleg álitamál annars vegar varð- andi virðisaukaskatt sem innheimtur hafði verið af fjármögnunar- leigusamningum sem samkvæmt skýru orðalagi dómsins byggðist á röngum forsendum enda er þjónusta banka, sparisjóða og annarra lánastofnana utan skattskyldusviðs virðisaukaskattslaga nr. 50/1988, sbr. 10. tölul. 3. mgr. 2. gr. laganna.49 Hins vegar var ljóst að niður- staða Hæstaréttar í máli nr. 282/2011 hefði áhrif á framkvæmd laga nr. 90/2003 um tekjuskatt enda yrði ekki hjá því komist að leiðrétta tekjur og gjöld í skattframtölum, bæði í framtölum leigutaka og við- komandi eignaleigufyrirtækis.50 Hinn 24. maí 2012 var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli nr. 652/2011 (Smákranar II) þar sem deiluefnið snerist um það hvort fjármögnunarleigusamningur, sem einkahlutafélag gerði við eigna- leigufyrirtækið Lýsingu, væri lánssamningur og félli þar af leiðandi 49 Löggjafinn brást við þessu með setningu laga nr. 183/2011 um breytingu á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, með síðari breytingum. Í ákvæði til bráðabirgða XXII. við lög nr. 50/1988, sbr. 4. gr. laga nr. 183/2011, kemur fram að þrátt fyrir ákvæði laganna skuli um leiðréttingu virðisaukaskatts, sem innheimtur var á grundvelli samninga, sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar í máli nr. 282/2011, og dómum eða úrskurðum með sambærilegri niður- stöðu um réttaráhrif lánssamninga sem kveðnir eru upp eftir 20. október 2011, fara eftir reglum sem taldar eru upp í 1. og 2. tölul. 1. mgr. ákvæðisins. Síðastnefndar reglur, 1. og 2. tölul. 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXII. við lög nr. 50/1988, fela það í sér að í þeim til- vikum, þegar lántaki hefur fært virðisaukaskattinn til innskatts í samræmi við 16. gr. lag- anna, þarf hvorki að leiðrétta virðisaukaskattsskil lántaka né fjármögnunarleigu- fyrirtækisins. Hafi virðisaukaskattur ekki verið færður til innskatts skal leiðrétting á virðis- aukaskattsskilum fara fram í einu lagi á því uppgjörstímabili þegar endurútreikningur viðkomandi fjármögnunarleigufyrirtækis liggur fyrir. 50 Í ákvarðandi bréfi ríkisskattstjóra nr. 1085/2012, dags. 1. mars 2012, kemur fram að í hagræðingarskyni megi fallast á að leiðréttingar í skattframtölum samningsaðila verði gerðar á þann hátt að einungis verði tekið mið af niðurstöðufjárhæð samkvæmt endurgerð- um reikningi. Þannig myndu báðir samningsaðilar miða færslur í skattframtölum sínum við endanlega niðurstöðu úr endurreikningi og færa eftir atvikum til tekna, gjalda, eigna og skulda, í stað þess að leiða sérstaklega fram bókfært verð að teknu tilliti til fyrninga. Ef heildarniðurstaða endurreiknings myndar skuld hjá lántaka myndar sú fjárhæð þannig stofnverð viðkomandi eignar og færist í skattframtal sem slík, auk þess að færast sem skuld við lánveitanda. Af þessu nýja stofnverði væri síðan heimilt að fyrna viðkomandi eign eftir almennum reglum. Ef heildarniðurstaða er á hinn bóginn sú að lántaki eigi inni kemur sú fjárhæð til tekna í skattframtali og viðkomandi eign er færð í eignaskrá við þessar aðstæður á stofnverði 0 kr. og því heimilast engar fyrningar. Komi til sölu eignarinnar síðar miðast útreikningur á söluhagnaði eða sölutapi við þannig ákvarðað nýtt stofnverð, hvort heldur það hefur verið 0 kr. eða hærri fjárhæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.